Eiga von á myndarlegri endurgreiðslu

Höfði í Reykja­vík er bað­að­ur nýju ljósi en þar fara fram kvik­mynda­tök­ur á Hollywood-mynd um leið­toga­fund­inn sem átti sér stað í hús­inu ár­ið 1986. Lík­legt verð­ur að telja að ís­lenska rík­ið end­ur­greiði fram­leið­end­um 35 pró­sent af kostn­aði sem til fell­ur.

Eiga von á myndarlegri endurgreiðslu
Söguslóðir Daniels og Harris eru á raunverulegum slóðum Reagan og Gorbachev, mannanna sem þeir leika, en ekki í myndveri Vestanhafs. Framleiðendur hefðu ekki verið fyrstir til að endurbyggja Höfða, hefði sú leið verið valin, en það gerði japanskur rækjukaupmaður á níunda áratugnum. Mynd: Golli

Hollywood-leikararnir Jeff Daniels, Jared Harris og fleiri sjást nú reglulega á tröppum Höfða í Reykjavík, þar sem fara fram upptökur á kvikmynd um fund Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík eina októberhelgi árið 1986. Húsið er nú gjarnan baðað ljósi, enda hefur stórum kösturum verið komið fyrir við húsið, til að stýra birtu og lýsingu við kvikmyndatökur. Daniels er í hlutverki Reagans og Harris leikur Gorbachev og gerist myndin að stærstum hluta í Reykjavík, að því er fram hefur komið í umfjöllun um hana í erlendum miðlum, en myndin sjálf mun heita Reykjavík. 

Það er þó fleira en Höfði sem dregur að, enda hefðu kvikmyndagerðarmenn getað fetað í fótspor japanska rækjukaupmannsins Sakuhana, sem reisti nákvæma endurmynd Höfða í heimabæ sínum í Hyogo, og byggt leikmynd í stúdíói vestanhafs. Hér á Íslandi mega framleiðendur hins vegar vænta myndarlegrar endurgreiðslu frá íslenska ríkinu. En allt að 35 …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár