Mikil umræða hefur eðlilega verið í íslensku samfélagi um atburðina á Gaza undanfarið ár og fréttaflutningurinn linnulaus. En hvernig hefur samtalið um það sem er í gangi verið? Ásakanir um gyðingahatur hafa stundum mætt þeim sem gagnrýna Ísrael og sömuleiðis þeim sem fjalla um málefni Palestínu á opinberum vettvangi í víðara samhengi en því að árás vígamanna frá Gaza á Ísrael 7. október í fyrra hafi átt sér stað í einhverju tómarúmi.
Heimildin ræddi um umræðuna um Palestínu við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum. Hann er örugglega flestum sem fylgjast vel með innlendum fréttum kunnugur fyrir að miðla sterkum skoðunum á raflínum á Reykjanesskaga undanfarin ár. Færri ef til vill vita er að hann hefur lengi látið málefni Palestínu sig varða og hefur ekki hikað við að setja skoðanir fram í umræðu á samfélagsmiðlum.
Í samtali við Heimildina segir Gunnar Axel að hann telji að það ríki „ákveðin þöggun …
Athugasemdir