Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ég hélt að ég myndi aldrei sjá þau aftur“

Maj­di A. H. Abdaljawwad er skæl­bros­andi. Hann virð­ist ómögu­lega geta hætt að brosa. Samt eru ekki nema nokkr­ir mán­uð­ir síð­an hann gat alls ekki bros­að. Þá sat hann í ör­vænt­ingu á Ís­landi og leit­aði allra leiða til þess að koma fjöl­skyldu sinni úr lífs­hættu. En nú er hún kom­in. Breyt­ing­in á ein­um manni er ótrú­leg.

Í lok síðasta árs var Majdi A. H. Abdaljawwad örvæntingarfullur þar sem hann sat í örygginu á Íslandi, hræddur um að á hverri stundu bærust skilaboð um að enn annar fjölskyldumeðlimur hans væri dáinn.

Hann talaði við eiginkonu sína, Reem, dæturnar Zainu og Leyan, og soninn Zaid oft á dag í gegnum net og síma. „Zaid segir alltaf: Hjálpaðu mér, hjálpaðu mér. Hér eru sprengjur,“ sagði Majdi við Heimildina. Hann talaði með höndunum og augnaráðinu, ákveðinn í að reyna að koma skilaboðum sínum áleiðis: Gerið þið það, hjálpið mér að koma fjölskyldu minni undan sprengjunum.“ 

„Gaman að sjá þig!“
Reem
sem er byrjuð að æfa sig í íslensku

Sá Majdi sem blaðamaður hitti í byrjun viku var allt annar. Brosið hafði yfirtekið andlitið þar sem hann hélt í hönd Zaids – íklæddum Spiderman-skóm og bol – við hlið Leyan …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JDK
    Jóna Dóra Karlsdóttir skrifaði
    Dásamlegt og veri þau öll velkomin❤️🇵🇸
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár