Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.

Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu

Hadia Helga Ásdísardóttir Virk er fædd í byrjun nóvember árið 2020. Síðan hún fæddist hafa stýrivextir Seðlabankans einungis lækkað tvisvar. Fyrst um miðjan fæðingarmánuðinn og aftur núna, tæpum fjórum árum seinna.

Hún býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, Ásdísi Virk Sigtryggsdóttur og Usman Ghani Virk og bróður sínum, Karli Salmani. Við þessi tímamót, aðra vaxtalækkun dótturinnar, ákvað Heimildin að taka móðurina Ásdísi tali. Hvernig hefur hið samfellda tímabil hækkandi og svo stöðugra hárra vaxta farið með efnahag fjölskyldunnar?

Hjá Ásdísi kom blaðamaður ekki að tómum kofunum varðandi efnahagsmál, enda eru bæði hún og Usman hagfræðingar að mennt og kynntust raunar í Þýskalandi, í hagfræðinámi. Þau fluttu til landsins með ekkert nema námsskuldir árið 2016 en náðu samt að kaupa sér sína fyrstu eign árið 2018.

„Mamma mín deyr úr krabbameini 2017, pabbi selur húsið þeirra og gat lánað okkur fyrir útborguninni. Annars værum við mögulega ekki komin inn á markaðinn …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár