„Þetta var eins og að fara út úr líkamanum, þetta ævintýri allt saman. Þetta var alveg geggjað. Ég átti alls ekki von á að við fengjum fimm verðlaun. Ég var farin til Lissabon, á leiðinni var hringt – ég kom til Lissabon og var þar í þrjá tíma og sneri svo til baka, ég var búin að sofa í klukkutíma þessa nótt – þetta var æðislegt,“ segir Lilja Ingólfsdóttir mér stuttu eftir að mynd hennar Elskuleg, eða Elskling eins og hún nefnist á norsku, sópaði upp verðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í sumar.
Verðlaun minni dómnefndanna voru tilkynnt fyrr um daginn – nánar tiltekið verðlaun gagnrýnendasamtakanna FIPRESCI, verðlaun Europa Cinemas Label og verðlaun kirkjudómnefndarinnar – og Elskling fékk þau öll. Um kvöldið voru svo aðalverðlaunin og þar var Helga Guren valin besta leikkonan og myndin sjálf fær sérstök dómnefndarverðlaun, í raun silfurverðlaunin, og er fyrsta myndin í nærri sextíu …
Athugasemdir