Svandís Svavarsdóttir verður kjörin formaður Vinstri grænna eftir rúma viku, nema eitthvað óvænt komi upp, en hún hefur boðið fram krafta sína til embættisins. Í viðtali við Heimildina ræðir hún auk annars ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu og erindi Vinstri grænna í íslenskum stjórnmálum.
Blaðamaður hitti Svandísi í innviðaráðuneytinu á miðvikudag og hóf á að spyrja hana út í tillögu um stjórnarslit sem tekin verður fyrir á landsfundi VG sem fram fer um aðra helgi, 4.–6. október. Að henni standa níu einstaklingar úr grasrót Vinstri grænna sem telja að kominn sé tími á að stíga frá samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig vill Svandís að landsfundurinn meðhöndli þessa tillögu?
„Mér finnst mjög mikilvægt að við ræðum samstarfið, að því leytinu til teldi ég skrítið ef það væri ekki nákvæmlega svona tillaga í farvatninu. Ég sé það líka á landsfundardagskránni að það er gert ráð fyrir klukkutíma umræðu um ríkisstjórnarsamstarfið og stjórn VG hefur tekið …
Svik og prettir ! Núna er spurningin hvers vegna ?
Aldrei Vg!