Miklar deilur blossuðu upp innan raða Pírata eftir aðalfund sem fór fram í Hörpu 7. september. Á fundinum var kosið um nýja framkvæmdastjórn og voru úrslit þau að sitjandi stjórn var allri skipt út.
Niðurstöðurnar komu mörgum flokksmönnum á óvart og þá ekki síst fyrrum formanni framkvæmdastjórnarinnar Atla Stefáni Yngvasyni sem lenti í fimmta sæti í kosningunum og náði kjöri sem varamaður stjórnarinnar. Margir í flokknum bjuggust við því að hann myndi ná kjöri og gæti þá starfað áfram í stjórn flokksins.
Þótti sumum innan flokksins að hópurinn sem sigraði kosningarnar hefði ekki upplýst nægilega vel um að þau hefðu stofnað til óformlegs bandalags í aðdraganda kosninganna. Þá voru líka uppi ásakanir um kosningasmölun og að hópurinn hafi notið stuðnings áhrifamanna innan flokksins sem sömuleiðis hafi ekki verið upplýst nægilega vel um.
Í kjölfarið hefur samskiptastjóra þingflokks Pírata, Atla Þór Fanndal, …
Athugasemdir