Hélt að dauðinn væri nálægur
Tónlistarmaðurinn Örn Elías er betur þekktur sem Mugison. Hann hefur lengi verið einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hélt að dauðinn væri nálægur

Örn Elías Guð­munds­son, öðru nafni Mug­i­son, ólst að hluta til upp á Græn­höfða­eyj­um þar sem hann spil­aði fót­bolta ber­fætt­ur, stund­um með apa á öxl­inni. Hann fékk gít­ar í ferm­ing­ar­gjöf en er les- og skrif­blind­ur svo hann les ekki nót­ur. Í ár kem­ur hann fram í 100 kirkj­um – mús­íkant­inn sem býr í hjört­um svo margra.

Þegar Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem listamaðurinn Mugison, flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall fór hann beinustu leið upp á Arnarhól. Hann var nýfarinn að uppgötva listamanninn í sjálfum sér og bjóst við að hitta á hólnum listamenn sem hann gæti dottið í það með. En enginn kom.

„Ég ákvað seint undir morgun að rölta bara heim,“ rifjar Örn upp.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en Örn er í dag einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Á þessu ári spilar hann í 100 kirkjum víða um land. 

„Þær eru svo fallegar þessar kirkjur og einhvern tímann hugsaði ég með mér að það væri gaman að taka alvöru kirkjurúnt,“ segir Örn sem hefur í um tvo áratugi ferðast um landið til þess að koma fram. Hann segir að í hittifyrra hafi hann fengið kvörtun um að hann væri að spila svo mikið úti á landi en spilaði aðallega í …

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár