Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Þeir stóru ryksuga flóann í „vonlausri samkeppni“

„Þetta er von­laus sam­keppni, þetta eru marg­ir fót­bolta­vell­ir sem þeir draga á eft­ir sér,“ seg­ir strand­veiði­mað­ur í Norð­ur­firði um stóra ís­fisk­tog­ara á svæð­inu. „Stjáni bæjó, þeg­ar hann var sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra af­nam hann svo mik­ið af reglu­gerð­um að þá opn­að­ist bara hér um allt fyr­ir tog­ara.“

Við höfnina í Norðurfirði voru tveir félagar, hvor af sínum strandveiðibátnum, að landa nýveiddum þorski í byrjun viku. Annar þeirra hafði farið á veiðar klukkan eitt um nóttina, hinn þremur tímum síðar. Það var enginn mættur á fiskimarkaðinn svo þeir hjálpuðust að við löndunina, mennirnir tveir – Lúðvík Gunnlaugsson og Haukur Pétursson. 

Þeir eru hluti af á sjötta hundrað strandveiðimanna sem fengu leyfi til veiða þetta árið. Þeim er nú heimilt að veiða 12.000 tonn af þorski samanlagt á handfæri fjóra daga vikunnar frá maíbyrjun til ágústloka. Kvótinn var 10.000 tonn þangað til í gær, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra jók hann um 2.000 tonn eftir beiðni strandveiðimanna um aðeins meira, 3.600 tonn aukalega.

Hver strandveiðibátur má mest veiða 774 kíló af slægðum þorski á hverjum veiðidegi og voru Lúðvík og Haukur komnir inn fyrir klukkan níu þennan morguninn með sinn skammt.

Hægt að gleyma svæðinu þegar togararnir koma

Mennirnir …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Myndirnar hans Golla eru allar jafn dýrðlegar. Ekki bara með þessari grein heldur alltaf.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár