Á
tólfta tímanum á miðvikudag fór að rjúka nokkuð úr hrauninu í Sundhnúkagígaröðinni norður af Grindavík. Klukkan 12.46 braust svo rauðglóandi hraun út af verulegum krafti. Hraunið spýttist upp úr sprunginni og þykkur gosmökkur steig upp, þegar mest var í um 3,5 kílómetra hæð. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýstu yfir neyðarstigi.
Veðurstofa Íslands hafði varað við mögulegu eldgosi í kringum ellefu þennan morgun, eftir að skjálftavirkni jókst til muna, og var Grindavík rýmd um svipað leyti, rétt eins og Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi.
Það leið ekki á löngu þar til fréttir fóru að berast af því að hraunið væri á leiðinni að Grindavíkurvegi. Þá …
Athugasemdir