„Við göngum ekki í einhverju panikki um firðina“
Konurnar 16 „Þetta er náttúrulega galin hugmynd en okkur finnst þetta líka galið gaman,“ segir Kristín brosandi. Mynd: Frank Nieuwenhuis

„Við göngum ekki í einhverju panikki um firðina“

Í frið­sælli nátt­úru Horn­stranda ganga 16 kon­ur í björt­um app­el­sínu­gul­um stutterma­bol­um „með bíó á bak­inu“. Þær eru hugsi yf­ir nei­kvæðri þró­un í um­hverf­is­mál­um og áhrif­um manns­ins á móð­ur nátt­úru. En samt brosa þær og hlæja, val­hoppa jafn­vel. Því þær eru að vinna í því að hafa áhrif.

Á göngu um Hornstrandir í júlímánuði árið 2022 brá nokkrum konum í brún. Aðeins ári áður höfðu Hreinni Hornstrandir og Seiglurnar fært rúm sex tonn af plasti úr þremur víkum á svæðinu. Samt var í fjörunum að finna feikn af marglitu plasti sem mátti að nánast öllu leyti rekja til sjávarútvegs. Þarna voru línur, grænbláar netadræsur, gular og appelsínugular netakúlur úr þykku plasti.

„Við vorum bara að labba og njóta en þegar við litum niður vorum við bara að vaða plast,“ segir ein kvennanna – Bjarney Lúðvíksdóttir kvikmyndagerðarkona. „Þetta var svo á skjön við allt saman sem Hornstrandir standa fyrir að það var eiginlega alveg skelfilegt.“

„Það blasti svo við hvað hafði gerst á bara einu ári,“ segir önnur kvennanna – Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir. „Ég var undrandi yfir vanhugsun og virðingarleysi okkar Íslendinga því þetta var íslenskt rusl.“

En í stað þess að halda áfram göngunni vonsviknar með …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár