Ég sé ekki neitt. Ekki einu sinni svart. Þvert á móti, það er allt hvítt. Hvítir litlir punktar úti um allt. Hausinn er að springa. Ég ætlaði ekki að enda á bráðamóttökunni, þetta er bara mígreni. Er það ekki? Hvernig endaði ég hér?
Vissulega er ég búin að vera frekar ólík sjálfri mér síðustu vikur, jafnvel mánuði. Alltaf þreytt. Úrvinda. Oft með hausverk, jafnvægið hefur verið með vesen, ég get ekki gengið upp eða niður tröppur án þess að fá svima. Svo er það sjónin. Ég get ekki fókusað á það sem er fyrir framan mig og þarf að píra augun fyrir framan tölvuskjáinn svo orðin sem ég er að reyna að skrifa hætti að dansa.
Þannig …
Athugasemdir (9)