Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Segir banaslys við Reykjanesvirkjun „alveg á mörkunum að vera gáleysisdráp“

Slys varð ár­ið 2017 í Reykja­nes­virkj­un. Einn mað­ur lést og ann­ar var hætt kom­inn af völd­um eitr­un­ar vegna brenni­steinsvetn­is. Gas­ið komst í gegn­um neyslu­vatns­lögn sem HS Orka hafði nýtt til að kæla bor­holu. Áð­ur óbirt­ar nið­ur­stöð­ur í rann­sókn Vinnu­eft­ir­lits­ins varpa ljósi á al­var­legt gá­leysi í verklagi. Svip­að at­vik átti sér stað ár­ið 2013, gas komst upp úr sömu bor­holu og inn í neyslu­vatns­kerf­ið, en HS Orka lag­aði ekki vanda­mál­ið.

Segir banaslys við Reykjanesvirkjun „alveg á mörkunum að vera gáleysisdráp“
Adam Osowski og Reykjanesvirkjun Adam Osowski bjó á virkjunarsvæði Reykjanesvirkjunar í svefnskála í 6 ár áður en hann lést.

Árið 2017 varð hörmulegt vinnuslys manni að bana í svefnskála á virkjunarsvæði Reykjanesvirkjunar. Virkjunin var og er í eigu HS Orku. Hinn látni, Adam Osowski, lést af völdum gaseitrunar vegna brennisteinsvetnis frá borholu Reykjanesvirkjunar. Herbergisfélagi hans var einnig hætt kominn. Gasið hafði komist upp í gegnum neysluvatnslagnir svæðisins vegna yfirþrýstings, inn í svefnskálann og eitrað fyrir mönnunum. HS Orka hafði nýtt neysluvatnið til kælingar borholunnar. Heimildin hefur fengið í hendurnar umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins, en innihald hennar birtist fyrst núna í fjölmiðlum.

Í umsögninni kemur fram að svipað atvik hafði átt sér stað með sömu borholu árið 2013 og var það formlega skráð niður í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. HS Orka vissi því um vandamálið, gerði ekki nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir og Adam lét lífið fjórum árum síðar. Lögreglan á Suðurnesjum sá ekki ástæðu til að rannsaka mögulega ábyrgð HS Orku á vanrækslu vegna þessa, …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Suðurnesjalöggan er fræg fyrir spillingu og lélega vinnuhætti. Óskiljanlegt að það sé ekkert innra eftirlit og tiltekt þarna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár