Árið 2017 varð hörmulegt vinnuslys manni að bana í svefnskála á virkjunarsvæði Reykjanesvirkjunar. Virkjunin var og er í eigu HS Orku. Hinn látni, Adam Osowski, lést af völdum gaseitrunar vegna brennisteinsvetnis frá borholu Reykjanesvirkjunar. Herbergisfélagi hans var einnig hætt kominn. Gasið hafði komist upp í gegnum neysluvatnslagnir svæðisins vegna yfirþrýstings, inn í svefnskálann og eitrað fyrir mönnunum. HS Orka hafði nýtt neysluvatnið til kælingar borholunnar. Heimildin hefur fengið í hendurnar umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins, en innihald hennar birtist fyrst núna í fjölmiðlum.
Í umsögninni kemur fram að svipað atvik hafði átt sér stað með sömu borholu árið 2013 og var það formlega skráð niður í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. HS Orka vissi því um vandamálið, gerði ekki nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir og Adam lét lífið fjórum árum síðar. Lögreglan á Suðurnesjum sá ekki ástæðu til að rannsaka mögulega ábyrgð HS Orku á vanrækslu vegna þessa, …
Athugasemdir (1)