Linda Ösp Gunnarsdóttir er að undirbúa flutninga með börnin sín þrjú. Það er henni þungbær ákvörðun enda reka hún og eiginmaður hennar, Jón Hrafn Karlsson, ferðaþjónustufyriræki í Meðallandi – í grennd við Kirkjubæjarklaustur – þar sem þau hafa búið í tæpan áratug og finnst þar gott að vera. Linda segist einfaldlega ekki sjá sér aðra leið færa til þess að tryggja börnunum sínum, sérstaklega 13 ára gömlum syni sínum, viðeigandi menntun.
Drengurinn, sem er með ADHD og bíður einhverfugreiningar, hefur lítið mætt í Kirkjubæjarskóla í á annað ár. Staðan versnaði, að sögn Lindu, til muna eftir atvik í skólanum í septembermánuði árið 2022. Þann dag sótti Linda son sinn í skólann eftir símhringingu frá skólastjóranum, Katrínu Gunnarsdóttur.
Athugasemdir (2)