Bjarni sem kann að sigra þegar hann tapar
Kominn aftur Rúmlega sex ár eru síðan að Bjarni þurfti að yfirgefa skrifstofu forsætisráðherra vegna þess að ríkisstjórn hans sprakk í kjölfar hneykslismáls sem hverfðist um föður hans. Á miðvikudag tók hann við embættinu á ný. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Bjarni sem kann að sigra þegar hann tapar

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur stað­ið af sér fleiri hneykslis­mál en nokk­ur ann­ar stjórn­mála­mað­ur í ís­lenskri stjórn­mála­sögu. Hann er oft kall­að­ur teflon-mað­ur­inn vegna þess að ekk­ert fest­ist við hann.

„Ég er sjálf­ur með langa sögu þess að sigra all­ar vænt­ing­ar og skoðanakann­an­ir.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson þegar hann tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur á miðvikudag. 

Þetta er í annað skiptið sem Bjarni tekur við verkstjórn í ríkisstjórn. Hann gerir það á tíma þar sem óvinsældir stjórnarinnar eru afar miklar, einungis 31,1 prósent svarenda í síðustu könnun Gallup segjast vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Vinstri græn eða Framsóknarflokkinn. Það er minnsta fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með frá því að flokkarnir hófu samstarf síðla árs 2017 og minna fylgi en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, skipuð Samfylkingu og Vinstri grænum, mældist með fimm mánuðum fyrir kosningarnar 2013. Sú ríkisstjórn beið afhroð í þeim kosningum, fékk einungis 23,8 prósent atkvæða. Hún er líka óvinsælli en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í kjölfar opinberunar Panamaskjalanna árið 2016 og þótt flokkunum sem að henni stóðu hafi tekist að laga aðeins stöðuna áður …

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það verður fróðlegt að sjá næstu skoðanakannanir nú þegar vinsælasti stjórnmálamaður meirihlutans er hætt sem forsætisráðherra og sá óvinsælasti tekinn við.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Er það af því að hann er hávaxinn og myndarlegur karlmaður, oft hrokafullur en getur leikið mjúka manninn sem skreytir köku með bleiku kremi og jafnvel grátið eins og Inga Sæland😪
    Við megum engan tíma missa, koma þessu vonda fólki út af Alþingi. Loka landinu fyrir stríðshrjáðum börnum, en galopna landamærin fyrir erlendum óligörkum sem kaupa upp lverðmætar landareign, setja niður sjókvíaeldi, reisa hér stóriðju og fá hér orku fyrir rafmyntagröft🥵 NÚ þegar hafa þeir fengið 80 % af orkunni sem við höfum aflað með ærnum fórnarkostnaði og framkvæmdastjórinn Hörður Arnarson með yfir 5 milljónir á mánuði, hefur daglega í hótunum við okkur. Eruð þið hrædd við karlrembur?

    Það á að ræna komandi kynslóðir öllum bjargráðum, svo að þetta glæpahyski, geti sleikt útum í allsnæktum, á meðan fleiri og fleiri verða fátækir.
    Í þeirri ríkisstjórn lýgur að okkur að þau ætli áfram að vinna að efnahagslegum stöðugleika, ræna þau okkur( verðbólga er mannanna verk) hér var ENGIN verðbólga árið 2017. Og núna er límið í þessari ríkisstjórn farin í forsetaframboð

    😪 Hversu lágt er hægt að leggjast?

    VAKNIÐ!
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Er hann með eitthvað sérstakt teflon að öðru leiti en því að hann er vel valdaður af peningaöflum. Svo er hann einstaklega ósvífinn og laus við samvisku þanka. Mér hefur sýnst að samviskuleysi og peningar séu blanda sem virkar víðast í heiminum.
    10
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Hvergi í hinum svokallaða siðmenntaða heimi hefur foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka síns lands komist með tærnar þar sem bjarN1 benediktsson hefur hælana og orðið ráðherra og það í flestum valdamestu ráðherrastólum landsins.
    En þessum gjör spillta foringja stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins veita illa innrætt hyski sem mæra sömu glæpahneigð og bjarN1 brautargengi til áframhaldandi setu að (fjöreggi þjóðarinnar, ríkissjóði), kjötköttlunum til að ræna innanfrá á sama hátt og íslensku bankaræningjarnir gerðu við bankana.
    Lýðræði hvað ?
    Við búum við LYGRÆÐI, PUNKTUR!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu