Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­mála­ráð­herra tel­ur um­ræð­una um út­lend­inga snúa um of að hæl­is­leit­end­um og flótta­fólki á með­an sá hóp­ur tel­ur ein­ung­is um 10% inn­flytj­enda. Þetta hef­ur, að mati ráð­herr­ans, nei­kvæð áhrif á um­ræðu um út­lend­inga á Ís­landi al­mennt og bein­ir sjón­um frá mik­il­væg­um áskor­un­um.

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“
Vitnar í ömmu „Ef ég mætti orða það eins og amma mín hefði sagt: „Það er bara ljótt. Þú gerir ekki svona“,“ segir Guðmundur Ingi um neikvæða umræðu sem skapast hefur um útlendinga á Íslandi. Mynd: Golli

Ísland stendur frammi fyrir „risavöxnum“ áskorunum vegna mikillar fjölgunar innflytjenda – einnar hröðustu innan OECD á síðustu árum, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. En það er líka til mikils að vinna. 

„Við eigum að vera stolt af því að vera fjölmenningarsamfélag. Þetta er fólk sem gefur mikið til samfélagsins – bæði í formi vinnu, menningar og mögulega mismunandi viðhorfa til lífsins sem ég held að sé okkur öllum hollt að horfa til,“ segir ráðherrann.

Hann telur að umræðan um útlendinga á Íslandi snúi að of miklu leyti að flóttafólki og hælisleitendum á meðan sá hópur telur einungis 10 prósent af innflytjendum landsins.

„Oft og tíðum er mjög neikvæð umræða gagnvart þessum hópi sem er mjög viðkvæmur, hvort sem fólk fær hér vernd eða ekki. Þetta hefur síðan almennt mjög neikvæð áhrif á umræðu um útlendinga á Íslandi, sama hvaðan fólk kemur,“ segir Guðmundur Ingi sem telur að samfélagið …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Innflytjendamál

Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
FréttirInnflytjendamál

Ekk­ert sam­band á milli fjölda inn­flytj­enda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár