Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Menning nútímasamskipta: „Við þurfum einhvers konar samfélagssáttmála“

Halli, eins og hann kall­ar sig, er einn fárra Ís­lend­inga sem hef­ur kom­ist í tæri við að geta haft áhrif á þró­un þess hvernig al­þjóð­leg­ir tækni­miðl­ar eru að breyta sam­skipta­máta okk­ar á ýms­an hátt – og um leið menn­ingu. Við lif­um á tím­um hraða og upp­lýs­inga­óreiðu, á sama tíma og við kepp­umst við að tak­ast á um sann­leika hvert ann­ars.

<span>Menning nútímasamskipta:</span> „Við þurfum einhvers konar samfélagssáttmála“
Halli segir að nú þurfi að breyta miklu um hvernig við hugsum um framtíðina. Því það sem við hugsuðum í fortíðinni mun ekki virka í framtíðinni. Mynd: Golli. Mynd: Golli

Er hægt að hanna betur þessa nútíma vettvanga, samfélagsmiðlana, til að stuðla að meira uppbyggjandi samskiptum?

Það er ekki úr vegi að ræða málið við fróðan.

Haraldur Þorleifsson, eða Halli, eins og hann vill heita, byrjaði um það bil árið 1995 að gera eitthvað, reyna að finna í hverju ég væri eiginlega góður ...“ eins og hann orðar það. Þá var eiginlega tilviljun að vinir hans voru að hanna vefsíðu fyrir hótel og hann byrjaði að hjálpa þeim því honum fannst það áhugavert. 

Svo, árið 1997, fór ég í háskólann í heimspeki og ári seinna í fjármál. Einn af skylduáföngunum var upplýsingatækni. Netið var frekar nýtt, það fór mestur tíminn í að kenna á Excel og Word. En það var ein vika til að læra á netið og verkefnið var að búa til persónulega vefsíðu, þar skrifaði ég nafnið mitt, síma og netfang. Síðan gat ég sett …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SH
    Sigurður Halldórsson skrifaði
    Fullkomlega tímabær samfélagsrýni sem vonandi skilar sér!
    0
  • HÞH
    Hermann Þór Hermannsson skrifaði
    Áhugavert. Mjög áhugavert sjónarhorn.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það getur verið góð byrjun fyrir hvert og eitt okkar, að reyna að vera pínku betri á morgunn en við erum í dag. Takk fyrir þetta samtal Halli.
    0
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    segir WEF að við þurfum að byggja hann betur ? . .
    0
  • BJ
    Böðvar Jónsson skrifaði
    Frábært viðtal og mörg orð í tíma töluð
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár