Er hægt að hanna betur þessa nútíma vettvanga, samfélagsmiðlana, til að stuðla að meira uppbyggjandi samskiptum?
Það er ekki úr vegi að ræða málið við fróðan.
Haraldur Þorleifsson, eða Halli, eins og hann vill heita, „byrjaði um það bil árið 1995 að gera eitthvað, reyna að finna í hverju ég væri eiginlega góður ...“ eins og hann orðar það. Þá var eiginlega tilviljun að vinir hans voru að hanna vefsíðu fyrir hótel og hann byrjaði að hjálpa þeim því honum fannst það áhugavert.
„Svo, árið 1997, fór ég í háskólann í heimspeki og ári seinna í fjármál. Einn af skylduáföngunum var upplýsingatækni. Netið var frekar nýtt, það fór mestur tíminn í að kenna á Excel og Word. En það var ein vika til að læra á netið og verkefnið var að búa til persónulega vefsíðu, þar skrifaði ég nafnið mitt, síma og netfang. Síðan gat ég sett …
Athugasemdir (5)