Læknar á Landspítalanum lýsa yfir furðu og áhyggjum af því að Sjúkratryggingar Íslands ætli sér að útvista aðgerðum gegn legslímuflakki (endómetríósu) til allt að fimm ára á þeim forsendum að stytta þurfi biðlista eftir þessum aðgerðum. Engir biðlistar eru eftir þessum aðgerðum á Landspítalanum, samkvæmt skriflegu svari frá spítalanum til Heimildarinnar, og komast konur sem þurfa á slíkri aðgerð að halda nær samstundis að.
Einn læknirinn á spítalanum, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir við Heimildina: „Það eru engir biðlistar lengur.“
„Ánægjulegt er að biðlistar eftir skurðaðgerðum við endómetríósu á Landspítala eru núna með þeim hætti að allir sjúklingar fá tíma í aðgerð innan þriggja mánaða sem er innan viðmiðunarmarka embættis landlæknis.“
Auglýsingin sögð vera vegna biðlista
Auglýst var eftir einkafyrirtækjum til að gera þessar endómetríósuaðgerðir þann 7. mars síðastliðinn og var sagt sérstaklega í yfirskrift auglýsingarinnar: „Auglýsing vegna biðlistaaðgerða.“
Endómetríósa er …
Athugasemdir (3)