Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
Engir biðlistar lengur Í auglýsingu Sjúkratrygginga Íslands er sagt sérstaklega að tilgangurinn með útvistuninni sé að stytta biðlista eftir aðgerðum gegn legslímuflakki (endómetríósu). Læknirinn á Klíníkinni sem gerir þessar aðgerðir heitir Jón Ívar Einarsson en fyrirtækið er eini einkaaðilinn hér á landi sem gerir þessar aðgerðir.

Læknar á Landspítalanum lýsa yfir furðu og áhyggjum af því að Sjúkratryggingar Íslands ætli sér að útvista aðgerðum gegn legslímuflakki (endómetríósu) til allt að fimm ára á þeim forsendum að stytta þurfi biðlista eftir þessum aðgerðum. Engir biðlistar eru eftir þessum aðgerðum á Landspítalanum, samkvæmt skriflegu svari frá spítalanum til Heimildarinnar, og komast konur sem þurfa á slíkri aðgerð að halda nær samstundis að.

Einn læknirinn á spítalanum, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir við Heimildina: „Það eru engir biðlistar lengur.

„Ánægjulegt er að biðlistar eftir skurðaðgerðum við endómetríósu á Landspítala eru núna með þeim hætti að allir sjúklingar fá tíma í aðgerð innan þriggja mánaða sem er innan viðmiðunarmarka embættis landlæknis.“
Úr svari Landspítalans

Auglýsingin sögð vera vegna biðlista

Auglýst var eftir einkafyrirtækjum til að gera þessar endómetríósuaðgerðir þann 7. mars síðastliðinn og var sagt sérstaklega í yfirskrift auglýsingarinnar: „Auglýsing vegna biðlistaaðgerða.

Endómetríósa er …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BOO
    Barbara Osk Olafsdottir skrifaði
    "Einkavæðing" sem byggist á fjármögnun frá ríkinu er ekki einkavæðing heldur sníkjudýravæðing. Verður alltaf dýrari og endar á að mismuna fólki eftir fjárhagsstöðu. Sjálfgræðisflokkurinn vinnur leynt og ljóst að því að kyrkja heilbrigðiskerfi landsins til að færa fjármuni og skattpeninga ríkisins til vina aðal. Það er til fyrirmynd af þessu kerfi í Bandaríkjunum. Þar er rekið dýrasta heilbrigðiskerfi heims, u.þ.b. tvöfalt dýrara en á Íslandi, en þar hafa tugir milljóna manna ekki aðgang að henni. Flott fyrirmynd!
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Heilbrigðis kerfi á aldrei að reka með fjárfestum, hagnaðarsjónarmið og heilbrigði færa ekki saman.
    2
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Stundum er nú gott að hugsa fyrst og ákveða svo
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár