Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ég verð ekki afmáður

Bash­ar Murad hef­ur upp­lif­að af­mennsk­un í um­mæl­um al­menn­ings í tengsl­um við þátt­töku sína í Söngv­akeppn­inni. En þrátt fyr­ir hat­ur er líka mik­il ást, seg­ir hann. Og leit­ar í ar­ab­íska orð­ið Samud eða stað­festu, að þrátt fyr­ir alla þján­ing­una sé hann verð­ug­ur og verði ekki af­máð­ur.

Skringilega einkenndist upplifun Bashar Murad af því að stíga á stóra sviðið á laugardaginn af friði og ró. Hann fann fyrir þakklæti að standa á þessu sviði „í samhengi þjóðarmorðsins sem á sér stað heima“. Hann kemur frá Palestínu. 

Íslendingar fréttu snemma af þátttöku hans, þegar því var lekið að palestínskur flytjandi myndi taka þátt í Söngvakeppninni, áður en þáttakendur voru kynntir til leiks. 

Hann var rólegur á sviðinu, því hann vissi að hann væri að nota „tólin sem alheimurinn gaf mér til að segja eitthvað mikilvægt“. Röddina og tónlistina. „Að geta gert þetta einmitt núna, í þessu samhengi, er sturlað. Vinir mínir heima, líf þeirra er í algerri biðstöðu, enginn getur hugsað einn dag fram í tímann. Fólkið á Gaza hugsar sekúndur fram í tímann.“

Hann upplifði frið því hann var þess fullviss að hann og teymið á bak við hann höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð. …

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Góð grein!
    Enn þarf að endurtaka að Eurovision, sem tekur inn þjóðir frá ýmsum heimshornum, ætti að breyta um nafn og kallast VISION - sem samaeini allar þjóðir í hlutleysi og söng.
    Ef ekki, þá hætta þessum ......
    2
  • Anna Wessman skrifaði
    Frábær og vel skrifuð grein. Bashar er flottur, réttlátur og samkvæmur sjálfum sér. Megi þér vegna sem best Bashar.
    5
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Vel skrifuð grein. Mikið vona ég heitt og innilega að ekki hafi verið átt við úrslit söngvakeppninnar í pólitískum eða rasiskum tilgangi. Það fyndist mér óbærilega sárt. Það er afar mikilvægt að málið sé rannsakað ofan í kjölin og sannleikanum náð fram. Bashar, þú ert stórkostlegur, fannst lagið þitt og flutningur mjög góður og ég gaf þér mörg atkvæði og vona heitt og innilega að þau hafi ratað öll til þín.
    10
  • Lísa Valgerður Saga skrifaði
    Ég er svo viss um að ef ekki hefðu komið inn villumeldingar - alveg með ólíkindum - og atkvæði á öðrum kosningarleiðum flust á milli þá hefði Bashar unnið einvígið. Hvernig sem fer þá hlýtur hann að vera sigurvegari í augum þeirra sem horfa á réttlæti - og það er besti sigurinn.
    8
  • Þóra Leósdóttir skrifaði
    Frábær grein - TAKK
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár