Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Launaskrið hjá stjórnarformönnum – Sá launahæsti með 2,3 milljónir á mánuði

Stjórn­ar­fund­ir í skráð­um fé­lög­um eru að jafn­aði einu sinni í mán­uði. Þeir sem sitja í stjórn­um þeirra fá vel greitt fyr­ir, sér­stak­lega for­menn stjórna. Laun hjá 15 af 20 sem hafa skil­að árs­reikn­ingi hækk­uðu á síð­asta ári.

Launaskrið hjá stjórnarformönnum – Sá launahæsti með 2,3 milljónir á mánuði

Stjórnarformenn skráðra félaga eru líka ágætlega launaðir, og þeir hækkuðu nær allir í launum í fyrra. Nánar tiltekið hækkuðu laun 15 þeirra sem stýra stjórnum félaga sem hafa þegar skilað ársreikningi, laun þriggja lækkuðu og laun tveggja stóðu í stað.

Alls fengu þeir sem stýra stjórnum félaganna 20 um 267 milljónir króna greiddar fyrir störf sín á síðasta ári. Úr þeirra hópi hafði Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel, mest upp úr krafsinu, eða 27,7 milljónir króna, sem gera um 2,3 milljónir króna á mánuði. 

26,5 m
Arion banki greiddi Brynjólfi Bjarnasyni samtals 26,5 milljónir króna fyrir vinnu sína á síðastliðnu ári fyrir að sitja 13 stjórnarfundi.

Tveir aðrir náðu því að klífa 20 milljón króna múrinn og komu þeir báðir úr fjármálageiranum. Annars vegar er um að ræða Brynjólf Bjarnason, sem verið hefur stjórnarformaður Arion banka undanfarin ár en mun hætta …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Mér finnst það vanti samanburð við unninn tíma bak við þessar launatölur (einn stjórnarfundur á mánuði = 2 klt ?), setja þetta í eitthvert samhengi við tímakaup, bera saman við tímakaup venjulegs launþega og svo að lokum hvort verðmætasköpun standi í takt við þessar greiðslur.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár