Í lítilli stúdíóíbúð í Hafnarfirði býr fimm manna fjölskylda – ein af örfáum palestínskum fjölskyldum sem hafa náð að sameinast hér á landi. Þó að plássið sé af mjög skornum skammti þá rúmast þar fimm breið bros sem gefa til kynna ólýsanlega ánægjuna yfir að vera loks öll saman á ný eftir tveggja ára aðskilnað. Undir niðri kraumar eitthvað annað: Söknuður, ótti, óbærileg áföll.
Þegar móðirin, Abeer Herzallah, heyrir þyt í hreyflum flugvélanna sem stundum fljúga yfir heimili fjölskyldunnar verður hún óttaslegin. Hljóðið minnir hana á það sem hún flúði: Sprengjuregn, kulda, svengd og þorsta; ótta um það sem gæti komið fyrir stúlkurnar hennar þrjár við þessar aðstæður. Óttann sem enn er til staðar vegna ástvina þeirra sem enn eru fastir á Gaza.
Þær bjuggu í tjaldi í Rafah, þeim stað á Gazasvæðinu sem er næst landamærunum við Egyptaland, …
Athugasemdir (16)