Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

<span>Ferðasagan:</span> Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
Fjölskyldan Howayda, Abeer, Hani, Adeal og Ameera eru ólýsanlega glöð yfir að vera loks saman á ný en hafa áhyggjur af ástvinum sínum á Gazasvæðinu. Sumir þeirra eru þegar látnir. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Í lítilli stúdíóíbúð í Hafnarfirði býr fimm manna fjölskylda – ein af örfáum palestínskum fjölskyldum sem hafa náð að sameinast hér á landi. Þó að plássið sé af mjög skornum skammti þá rúmast þar fimm breið bros sem gefa til kynna ólýsanlega ánægjuna yfir að vera loks öll saman á ný eftir tveggja ára aðskilnað. Undir niðri kraumar eitthvað annað: Söknuður, ótti, óbærileg áföll. 

Þegar móðirin, Abeer Herzallah, heyrir þyt í hreyflum flugvélanna sem stundum fljúga yfir heimili fjölskyldunnar verður hún óttaslegin. Hljóðið minnir hana á það sem hún flúði: Sprengjuregn, kulda, svengd og þorsta; ótta um það sem gæti komið fyrir stúlkurnar hennar þrjár við þessar aðstæður. Óttann sem enn er til staðar vegna ástvina þeirra sem enn eru fastir á Gaza. 

Þær bjuggu í tjaldi í Rafah, þeim stað á Gazasvæðinu sem er næst landamærunum við Egyptaland, …

Kjósa
100
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (16)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Salvör Valgeirsdóttir skrifaði
    Velkomin! <3
    0
  • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
    Til hamingju með það kæra fjölskylda og gangi ykkur sem allra best :-)
    4
  • Steinunn Harðardóttir skrifaði
    velkomin hingað <3 ofboðslega sorglegt hvernig ástandið er í heimalandi ykkar. Ég vona að allir sem þið hittið hér taki vel á móti ykkur. Það gleður okkur innilega að sjá fljölskyldur sameinast á ný og að sjá fólk sleppa frá hörmungum eins og þið hafið þurft að lifa við.
    5
  • Theresa Arnadottir skrifaði
    Til hamgju fjölskylda, glöd fyrir ykkar hönd og hjartanlega velkomin til Islands og gangi ykkur öllum vel herna.
    3
  • Theresa Arnadottir skrifaði
    Margrét Sólveig Ólafsdóttir Egypta vilja þau til sin enn þad eru stjornvöldin þar eins og her og annars stada sem neita, eg hef se fullt af Egyptyskum borgurum sem eru skammast ut i stjornvöldin sina af hverju þeir taka þau ekki inn. Eins og mörg okkar herna og annars stada erum buin vera gera.
    3
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þær virðast nú ekkert illa haldnar..
    -19
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Það sem mér þykir merkilegast við þig er að þú þreytist aldrei á að bera rasistann í þér!
      10
    • Steinunn Harðardóttir skrifaði
      Hvað er eiginlega að þér! Geturðu ímyndað þér hvernig þær hafa þurft að lifa áður en þær komu hingað? Það er bara eins gott að við á jörðinni getum einstöku sinnum hjálpast að! Ég verð svo döpur að lesa svona komment. Gerðu það reyndu að setja þig í spor annarra. Af hverju skrifarðu þetta? Hvað lætur þér líða þannig að þú verðir að leggja eitthvað svona ömurlegt til málanna?
      3
    • Nanna Þórarins skrifaði
      þú lítur kannski ágætlega út núna en ef þú værir sprengd í tætlur litirðu ekki eins vel út og þá er þetta líka búið, fjöldi manns er drepinn á hverjum degi á gasa í boði brjálaðra manna, vonandi tekst að semja um vopnahlé
      2
  • Aðalbjörg Helgadóttir skrifaði
    Til hamingju með það að ná saman öll aftur. Óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.💕
    8
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Velkomnar mæðgur og til hamingju Hani að vera komin með þær til þín.
    12
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Útrunnið leyfi og sjálfboðaliði kemur þeim heim meðan embættismenn Bjarna eru í kaffi með ísraelsmönnum. Milljónirnar í málaflokknum fara í að halda brúnu fólki frá landinu, ekki koma því í skjól. Vandræðalegt fyrir allan peninginn fyrir þessa “hörmulegu” ríkisstjórn.
    18
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Hvað veist þú um “kaffi með Ísraelsmönnum” og “milljónir sem fara í að “halda brúnu fólki frá landinu”?? Það fara tugir milljarða hér í málaflokkinn hælisleitendur og verum bara þakklát fyrir hversu mikið litla Ísland þó gerir fyrir flóttafólk. Til að koma fólki frá Gaza til Egyptalands kostar milljónir í mútur og allskonar annan kostnað við hvern Gazabúa bara fyrir að fara inn í Egyptaland. Því Egyptar vilja ekki fá fólkið til sín.
      -12
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Hefur það einhvers staðar komið fram hvaða fólk var sent út á vegum BB?
      2
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Innilega velkomin
    16
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Velkomin til Íslands kæra fjölskylda!
    20
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu