Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Prestar mótmæla brottvísun barnshafandi konu

Prest­ar Ástjarn­ar­kirkju í Hafnar­firði sendu áskor­un á yf­ir­völd í dag og mót­mæltu fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un fjög­urra, bráð­um fimm, manna fjöl­skyldu. Í fjöl­skyld­unni eru tvö börn: Mike litli sem er á öðru ári og hin ell­efu ára gamla Sam­ara. Lít­ið systkini er á leið­inni. Prest­arn­ir vilja að yf­ir­völd veiti fjöl­skyld­unni dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.

Við mótmælum því að það eigi að senda hana til baka til heimalandsins inn í afar ótryggar aðstæður,“ segir séra Bolli Pétur Bollason prestur í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og vísar til Mariu Camilu Velez Gomez, kólumbískrar tveggja barna móður sem hefur verið dugleg að sækja kirkjustarfið síðan hún kom hingað til lands í lok árs 2022. 

Heimildin fjallaði um mál Mariu Camilu og fjölskyldu hennar í desembermánuði. Þá lýstu hún og eiginmaður hennar Leonard Gallego Vargaz óttanum við það sem gæti gerst ef þau yrðu send aftur til Kólumbíu. 

Þau sóttu um vernd vegna ofsókna í heimalandinu sem þau segjast hafa orðið fyrir af hálfu meðlima FARC-skæruliðahópsins. Bróðir Leonards var myrtur mánuði eftir að fjölskyldan kom til Íslands, og segir Leonard að FARC sé talinn bera ábyrgð á dauða hans. 

„Þegar okkur fóru að berast hótanir fórum við að skoða á netinu hvert væri best að fara. Við sáum að Ísland er eitt af öruggustu löndunum í heimi,“ sagði Leonard.

Mikið í mun að fá að vera áfram

Fjölskyldan hefur fengið neitun á báðum stjórnsýslustigum: Hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála og gæti þeim því verið vísað úr landi á hverri stundu. Sú stund hefur þó ekki verið ákveðin enn að þeim vitandi svo þau eru einfaldlega í biðstöðu. 

Um jólinFjölskyldan býr í lítilli íbúð á Völlunum í Hafnarfirði. Þau reyndu að gleyma raunum sínum yfir jólin.

Bolli tekur frásögn fjölskyldunnar trúanlega og segir að áskorun sem hann og Arnór Bjarni Blomsterberg, prestur við Ástjarnarkirkju, sendu á nokkur ráðuneyti hafi verið skrifuð af nokkrum ástæðum: 

„Það er þessi tenging, það er líka umfjöllunin og svo að [Maria] Camila hefur verið hér mjög virk og sótt starfið mjög reglubundið og sýnt öllu mikinn áhuga. Henni er mikið í mun að fá að vera áfram og fá að vera í öryggi og frið. Það sem þau hafa búið við hérna sýnir það að þau eru augljóslega að flýja mikla neyð,“ segir Bolli. „Það er líka vegna þess að þau leituðu eftir stuðningi.“

SystkiniMike litli og Samara á heimili sínu í Hafnarfirði. Samara gengur í skóla í Hafnarfirði og er farin að læra íslensku.
Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu