Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Öll sund lokuð og jólin nálgast hjá fjögurra manna fjölskyldu á flótta

Í fe­brú­ar­mán­uði fékk fjög­urra manna fjöl­skylda frá Kól­umb­íu frá­bær­ar frétt­ir. Þau höfðu feng­ið vernd. En þau voru ekki lengi í para­dís. Nokkr­um klukku­stund­um síð­ar var þeim þeytt aft­ur inn í óviss­una. Þetta hafði ver­ið mis­skiln­ing­ur. Þau höfðu feng­ið nei en ekki já.

Öll sund virðast lokuð fyrir fjölskyldu frá Kólumbíu sem hefur fengið neitun um alþjóðlega vernd hér á landi, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þau eiga ekki fyrir frekari málarekstri en vilja alls ekki fara úr landi því þau telja að í Kólumbíu séu þau dauðans matur. Þau þrá frið en þann frið fá þau ekki á meðan þau eru í því limbói sem þau eru í í dag, limbói sem býður upp á svo mikla vanlíðan að móðirin hefur brotnað algjörlega. Lífi hennar var bjargað í það skiptið. 

Þó saga fjölskyldunnar sé einstök þá eru fjölmargir í sömu stöðu, hafa fengið endanlega neitun um hæli hér á landi en vilja ekki fara. Um 150 einstaklingar í þeirri stöðu, þar af 15 til 20 barnafjölskyldur, eru nú á lista hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að fylgja þeim úr landi, samkvæmt svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Heimildarinnar.

Fólkið er í …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Aumingjans fólk sem þarf að flýja heima land sitt einhverra hluta vegna!ekki sýnist mér kólumbía fólkið sem þráir að vera hér áfram vera neitt glæpafólk eða njósnarar heldur heiðarlegar og góðar manneskjur sem vilja gera sitt!af hverju þá að vísz því blessaða fólki úr landi?
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getur Bjarni ekki reddað þessu?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu