Þyrlan dró strengi yfir nýja hraunið og inn í Grindavík
Rafmagn Tilgangurinn með lagningu strengjanna er að koma rafmagni til Grindavíkur, en bærinn fær sem stendur rafmagn í gegnum varafl. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þyrlan dró strengi yfir nýja hraunið og inn í Grindavík

Vel gekk að draga strengi um 300 metra yf­ir glæ­nýtt hraun við Grinda­vík í morg­un. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sá um verk­ið og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar var með í för.

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í morgun við lagningu þriggja stálstrengja yfir nýja hraunið sem varð til eftir eldgosið fyrir viku síðan. Ljósmyndari Heimildarinnar var með í för og myndaði verkið. 

Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að tilgangurinn með lagningunni sé að koma rafmagni til Grindavíkur. „Við tókum stálstrengi og drógum þá yfir. Þeir eru þyngri. Það er erfiðara að leggja tog beint niður.“ Strengirnir verða svo festir upp á búkka sitthvoru megin við hraunið áður raflínur verða dregnar á milli.

Lagt á ráðinBjörn Brekkan Björnsson og viðbragðsaðilar skipuleggja lagningu strengsins fyrr í dag.

Aðspurður hvort Landhelgisgæslan hafi áður verið í svona verkefnum segir Björn að þyrlan hafi ekki verið að draga mikið, þótt það hafi komið fyrir áður þegar þyrla Landhelgisgæslunnar dró tildráttartaug frá dráttarbáti sem dró skipið Baldvin Þorsteinsson af strandstað í land árið 2004. Þá var Björn flugmaður hjá Gæslunni og tók þátt í …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár