Fólk streymdi að Hafnarfjarðarkirkju síðdegis á mánudag, daginn eftir að sprungur opnuðust úr jörðu rétt fyrir utan Grindavík, innan og utan varnargarðanna með þeim afleiðingum að hraunflæðið hrifsaði með sér þrjú hús, heimili fólks sem nú er á flótta undan náttúruhamförum, líkt og Grindvíkingar allir. Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af álagi, óvissu og streitu. Og það reynir á.
Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að bærinn var fyrst rýmdur, þann 10. nóvember, þegar allt lék á reiðiskjálfi og í ljós kom að kvikan lá undir bænum. Á síðustu dögum varð mannskaði vegna ástandsins í bænum og nokkrum dögum síðar rættist svartasta sviðsmyndin, þegar hraun fór yfir byggð í fyrsta sinn frá 1973. Þess vegna eru samverustundir sem þessar kærkomnar og þétt var setið í kirkjunni.
Á fremsta bekk sat bæjarstjórinn, Fannar Jónasson. Hægt er að ímynda sér að á sunnudeginum hafi hann fylgst grannt með því hvort húsið hans …
Athugasemdir (1)