Grindvíkingar ganga nú um djúpan og dimman dal
Tendrar ljós fyrir Grindvíkinga Sólný Pálsdóttir grindvíkingur tendrar ljós fyrir Grindavík að lokinni guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á mánudaginn var. Mynd: Heiða Helgadóttir
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Grindvíkingar ganga nú um djúpan og dimman dal

Grind­vík­ing­ar eru nú á göngu um djúp­an og dimm­an dal, sagði séra El­ín­borg Gísla­dótt­ir á sam­veru­stund þeirra á mánu­dag. Helga Fríð­ur er þreytt og bú­in á því, en hún hef­ur þurft að taka erf­ið sam­töl við yngstu börn­in sín, 6 og 8 ára. Börn­in eru hrædd og hún finn­ur ekki hjálp fyr­ir þau. Hjón­in Haf­steinn og Ág­ústa eru kom­in í leigu­íbúð, en bíða þess að kom­ast aft­ur heim.

Fólk streymdi að Hafnarfjarðarkirkju síðdegis á mánudag, daginn eftir að sprungur opnuðust úr jörðu rétt fyrir utan Grindavík, innan og utan varnargarðanna með þeim afleiðingum að hraunflæðið hrifsaði með sér þrjú hús, heimili fólks sem nú er á flótta undan náttúruhamförum, líkt og Grindvíkingar allir. Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af álagi, óvissu og streitu. Og það reynir á. 

Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að bærinn var fyrst rýmdur, þann 10. nóvember, þegar allt lék á reiðiskjálfi og í ljós kom að kvikan lá undir bænum. Á síðustu dögum varð mannskaði vegna ástandsins í bænum og nokkrum dögum síðar rættist svartasta sviðsmyndin, þegar hraun fór yfir byggð í fyrsta sinn frá 1973. Þess vegna eru samverustundir sem þessar kærkomnar og þétt var setið í kirkjunni. 

Á fremsta bekk sat bæjarstjórinn, Fannar Jónasson. Hægt er að ímynda sér að á sunnudeginum hafi hann fylgst grannt með því hvort húsið hans …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Góð grein, og nauðsynleg. Þjóðin stendur með Grindvíkingum og hlustum á þá. Hvað vilja Grindvíkingar. Jörðin gliðnar og breytist og miðað við sögulegar heimildir getur þetta varað í nokkur ár. Þrátt fyrir að heimahagar séu bestir þá þurfa Grindvikingar að fá stuðning í að búa sér heimili.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár