Verðið fyrir staka sundferð er núna í upphafi árs 2024 komið yfir þúsund krónur í sundlaugum allra tuttugu fjölmennustu sveitarfélaga landsins, nema á Akranesi. Þar kostar 920 krónur að baða sig í sundlaugunum tveimur, Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug. Meðalverðið á stökum sundmiða er komið upp í 1.210 krónur hjá þessum hópi sveitarfélaga, samkvæmt úttekt Heimildarinnar.
Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir við Heimildina að þrátt fyrir að hann sé búinn að vera bæjarstjóri í skamman tíma viti hann að hjá bænum sé fólk meðvitað um að gjöld í sundlaugar í bænum hafi verið lágt í samanburði við aðra. Ekki hafi þó verið horft til þess að hækka gjöldin verulega. Árskort fullorðinna í sund á Akranesi er í lægri kantinum, kostar 31.520 krónur. Meðaltalsverð á árskorti í sund hjá tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins eru 36.716 krónur.
Ódýrasta árskortið í Vestmannaeyjum
Samkvæmt úttekt Heimildarinnar er ódýrasta árskort fullorðinna að finna í Vestmannaeyjum, en …
Athugasemdir