Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ódýrast að blotna á Akranesi og í Vestmannaeyjum

Gjald­skrár sund­lauga sveit­ar­fé­laga hafa ver­ið upp­færð­ar. Ár­ið 2024 kost­ar stak­ur miði í sund hjá stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins á bil­inu 920 til 1.700 krón­ur. Dýr­asti sund­mið­inn er í Ár­borg og hækk­ar um 36 pró­sent frá fyrra ári, en sá ódýr­asti á Akra­nesi. Dýr­asta árskort­ið er í Garða­bæ, en það ódýr­asta hins veg­ar í Vest­manna­eyj­um.

Verðið fyrir staka sundferð er núna í upphafi árs 2024 komið yfir þúsund krónur í sundlaugum allra tuttugu fjölmennustu sveitarfélaga landsins, nema á Akranesi. Þar kostar 920 krónur að baða sig í sundlaugunum tveimur, Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug. Meðalverðið á stökum sundmiða er komið upp í 1.210 krónur hjá þessum hópi sveitarfélaga, samkvæmt úttekt Heimildarinnar. 

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir við Heimildina að þrátt fyrir að hann sé búinn að vera bæjarstjóri í skamman tíma viti hann að hjá bænum sé fólk meðvitað um að gjöld í sundlaugar í bænum hafi verið lágt í samanburði við aðra. Ekki hafi þó verið horft til þess að hækka gjöldin verulega. Árskort fullorðinna í sund á Akranesi er í lægri kantinum, kostar 31.520 krónur. Meðaltalsverð á árskorti í sund hjá tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins eru 36.716 krónur. 

Ódýrasta árskortið í Vestmannaeyjum

Samkvæmt úttekt Heimildarinnar er ódýrasta árskort fullorðinna að finna í Vestmannaeyjum, en …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár