Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Hin eina sanna Margrét drottning

Þótt Mar­grét 2. Dana­drottn­ing sé elsk­uð og dáð af Dön­um, þá kemst hún þó ekki í hálf­kvisti við nöfnu sína Mar­gréti Valdi­mars­dótt­ur að áhrif­um á nor­ræna sögu.

Hin eina sanna Margrét drottning

Margrét 2. Danadrottning er að láta af völdum þessa dagana og Friðrik sonur hennar að taka við. „Völd“ er þó kannski ekki rétta orðið í þessu samhengi því langt er síðan danskir kóngar misstu í raun öll völd sín. Athyglisvert er hins vegar að þótt konungdæmi hafi verið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð í meira en þúsund ár, þá er Margrét 2. aðeins þriðja drottningin sem ríkt hefur í löndunum í eigin nafni. Hinar eru Margrét Valdimarsdóttir, sem ríkti í svonefndu Kalmarsambandi allra landanna þriggja um 1400 (og þar með á Íslandi), og Kristína sem var drottning Svíþjóðar um miðja 17. öld.

Hér segir af þeirri fyrri.

Þægur seppi á konungsstóli?

Hún ku vera fædd árið 1353 í Sæborgarkastala á Norður-Sjálandi. Faðir hennar var Valdimar 4. Danakóngur sem kallaður var „Afturdagur“ og er viðurnefnið yfirleitt túlkað þannig að Dönum hafi þótt nýr dagur risinn í ríkinu þegar hann kom þar …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinunn Grímsdóttir skrifaði
    Hættu að skrúfa svona bull um fjölskylduna mína. Ég fer með konungsvaldið í þessum löndum síðan 1986.. Íslandi líka og UK það stendur í stjórnarskránni það vill enginn skrifa um það að alþingi islands er ekkert nema barnræningjar og hústökufólk og allt sem þau gera er gert í mínu nafni
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Nú bíð ég spenntur eftir framhaldi greinarinnar enda vakti yfirskriftin hjá mér væntingar um að lese meira um Margréti sjálfa en hún fjallaði þó mest um Valdimar föður hennar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár