Margrét 2. Danadrottning er að láta af völdum þessa dagana og Friðrik sonur hennar að taka við. „Völd“ er þó kannski ekki rétta orðið í þessu samhengi því langt er síðan danskir kóngar misstu í raun öll völd sín. Athyglisvert er hins vegar að þótt konungdæmi hafi verið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð í meira en þúsund ár, þá er Margrét 2. aðeins þriðja drottningin sem ríkt hefur í löndunum í eigin nafni. Hinar eru Margrét Valdimarsdóttir, sem ríkti í svonefndu Kalmarsambandi allra landanna þriggja um 1400 (og þar með á Íslandi), og Kristína sem var drottning Svíþjóðar um miðja 17. öld.
Hér segir af þeirri fyrri.
Þægur seppi á konungsstóli?
Hún ku vera fædd árið 1353 í Sæborgarkastala á Norður-Sjálandi. Faðir hennar var Valdimar 4. Danakóngur sem kallaður var „Afturdagur“ og er viðurnefnið yfirleitt túlkað þannig að Dönum hafi þótt nýr dagur risinn í ríkinu þegar hann kom þar …
Athugasemdir (2)