Óvinsælasti stjórnmálamaður landsins leiðir flokk sinn í metlægðir
Ekki á útleið Þótt Bjarni Benediktsson hafi gengið út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október, eftir að umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið vanhæfur til að selja föður sínum hlut í ríkisbanka, þá segist hann ekki vera að hætta í pólitík. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Óvinsælasti stjórnmálamaður landsins leiðir flokk sinn í metlægðir

Bjarni Bene­dikts­son er sá ráð­herra í land­inu sem kjós­end­ur allra flokka nema Sjálf­stæð­is­flokks­ins telja að hafi stað­ið sig verst í starfi og lang­flest­ir vantreystra. Hann er líka eini formað­ur stjórn­mála­flokks sem færri segja að hafi stað­ið sig vel en ætl­ar sér að kjósa flokk hans í næstu kosn­ing­um. Aðr­ir for­menn stjórn­ar­flokka njóta stuðn­ings hjá kjós­end­um sam­starfs­flokka sem Bjarni nýt­ur ekki. Þrátt fyr­ir þetta, og að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi aldrei mælst minna, þá ætl­ar Bjarni ekki að hætta. Hann hafi lært að hundsa skoð­anakann­an­ir.

Sjálfstæðisflokkurinn er helsti valdaflokkur Íslands. Hann hefur setið lengur að völdum en nokkur annar og þannig haft meiri áhrif á mótun íslensks samfélags en aðrir stjórnmálaflokkar. Flokkurinn sat til að mynda sleitulaust í ríkisstjórn frá 1991 til 2009 og hefur nú verið við völd ásamt ýmsum samstarfsflokkum frá árinu 2013. Á tæpum 33 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í tæplega 29 ár. 

Síðastliðið ár hefur hins vegar reynst flokknum erfitt. Mörg ágreiningsmál hafa komið upp milli ríkisstjórnarflokkanna og sum þeirra hafa leitt til þess að flokksmenn hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að gefa of mikið eftir. Nú síðast Jón Gunnarsson, sem sat í ríkisstjórninni fram á síðasta sumar. Hann hefur sagt að það þurfi að mynda nýjan meirihluta á þingi, til að sniðganga andstöðu Vinstri grænna við frekari virkjanir. Gangi það ekki eftir þurfi að boða til kosninga. 

Kannanir allt síðasta ár benda til þess að Samfylkingin sé á góðri …

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár