Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Raunveruleikinn er skáldskapur hvers og eins

Tólfta plata Gusgus, DanceOrama, er kom­in út. Rafdan­stríó­ið fyllti Eld­borg­ar­sal Hörpu fjór­um sinn­um og er kom­in á eft­ir­sókn­ar­verð­an stað með auð­þekkj­an­lega tónlist sína, sem er í sí­felldri fram­rás. Dr. Gunni hitti Gusgus á kaffi­húsi í Skeif­unni til að reka úr þeim garn­irn­ar um nýju plöt­una, for­tíð­ina og fram­tíð­ina. Og húð­krem.

Raunveruleikinn er skáldskapur hvers og eins

Auðvitað er Skeifan kolvitlaus staður fyrir Gusgus. Þetta er kaótískur staður, á köflum sjúskaður, malbikið hæðótt og sprungið. Hér er lítið um menningu og listir, meira um outlet og skyndibita. Mér dettur í hug að sniðugra hefði verið að hitta Gusgus í Skuggahverfinu með sínum stílhreinu, köldu og ríkmannlegu byggingum – það hefði passað betur við stílhreina tónlist Gusgus. En hér erum við á Café Mílanó, menningarlegri vin í eyðimörk Skeifunnar. Þau eru mætt, Birgir Þórarinsson (Biggi veira), Daníel Ágúst Haraldsson og Margrét Rán Magnúsdóttur.

Nýja platan, Danceorama, kemur með miklum formála. Hér er verið að fjalla um rave-verslunarmiðstöð hinnar nostalgísku framtíðar. Taktarnir eru pumpandi nettir, grúfið gott, lögin góð, bæði sungin og ósungin. Það liggur beinast við að spyrja strákana hvort þeir hafi verið í einhverjum reifum hér í Skeifunni á 10. áratugnum. Þeir kannast ekki við það. „Aftur á móti renndi ég mér mikið á hjólaskautum í einhverri …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár