Auðvitað er Skeifan kolvitlaus staður fyrir Gusgus. Þetta er kaótískur staður, á köflum sjúskaður, malbikið hæðótt og sprungið. Hér er lítið um menningu og listir, meira um outlet og skyndibita. Mér dettur í hug að sniðugra hefði verið að hitta Gusgus í Skuggahverfinu með sínum stílhreinu, köldu og ríkmannlegu byggingum – það hefði passað betur við stílhreina tónlist Gusgus. En hér erum við á Café Mílanó, menningarlegri vin í eyðimörk Skeifunnar. Þau eru mætt, Birgir Þórarinsson (Biggi veira), Daníel Ágúst Haraldsson og Margrét Rán Magnúsdóttur.
Nýja platan, Danceorama, kemur með miklum formála. Hér er verið að fjalla um rave-verslunarmiðstöð hinnar nostalgísku framtíðar. Taktarnir eru pumpandi nettir, grúfið gott, lögin góð, bæði sungin og ósungin. Það liggur beinast við að spyrja strákana hvort þeir hafi verið í einhverjum reifum hér í Skeifunni á 10. áratugnum. Þeir kannast ekki við það. „Aftur á móti renndi ég mér mikið á hjólaskautum í einhverri …
Athugasemdir