Margt glitraði og skein á listasenunni í ár. Sögumaðurinn og hestabóndinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum telur þessa listviðburði standa upp úr á árinu sem leið:
Listviðburður í tilefni afmælis í Hofi
Óskar Pétursson frá Álftagerði var eitt sinn bæjarlistamaður á Akureyri og þeir bræður eru landsþekktir sem frábærir söngmenn. Í tilefni 70 ára afmælis Óskars naut undirritaður stórkostegs listviðburðar í Hofi á Akureyri. Þessi stund gleymist seint, listin réði ríkjum.
Þingeyrakirkja í Húnabyggð er í raun tilkomumikið listaverk. Byggingu kirkjunnar lauk árið 1877. Eftirminnileg stund fyrir nokkrum árum þegar Álftagerðisbræður sungu þar.
Dúett sem réðst á hornstein íslenskrar menningar
Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen skipa dúettinn Hund í óskilum. Úr Njálsögu gerðu þeir listaverkið, Njála á hundavaði. Þarna ræðst dúettinn á einn af hornsteinum íslenskrar menningar, sjálfa Njálu. Bráðfyndið verk hlaðið list í tali og tónum.
Jólahúnar í félagsheimilinu á Blöndósi
Þriðja …
Athugasemdir