Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listviðburður ársins: Laufey, Njála á hundavaði eða glimmergjörningur?

Ár­ið 2023 ólg­aði list­in að vanda. Marg­ir og merk­ir list­við­burð­ir, af ólík­um toga, voru hér og þar – og út um allt. En hvað stóð upp úr? Nokkr­ir álits­gjaf­ar nefna hvað þeim þótti telj­ast til tíð­inda.

Margt glitraði og skein á listasenunni í ár. Sögumaðurinn og hestabóndinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum telur þessa listviðburði standa upp úr á árinu sem leið: 

Magnús Ólafsson Söguskáldið og hestamaðurinn Magnús Ólafsson.

Listviðburður í tilefni afmælis í Hofi

Óskar Pétursson frá Álftagerði var eitt sinn bæjarlistamaður á Akureyri og þeir bræður eru landsþekktir sem frábærir söngmenn. Í tilefni 70 ára afmælis Óskars naut undirritaður stórkostegs listviðburðar í Hofi á Akureyri. Þessi stund gleymist seint, listin réði ríkjum.

Þingeyrakirkja í Húnabyggð er í raun tilkomumikið listaverk. Byggingu kirkjunnar lauk árið 1877. Eftirminnileg stund fyrir nokkrum árum þegar Álftagerðisbræður sungu þar.

Dúett sem réðst á hornstein íslenskrar menningar

Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen skipa dúettinn Hund í óskilum. Úr Njálsögu gerðu þeir listaverkið, Njála á hundavaði. Þarna ræðst dúettinn á einn af hornsteinum íslenskrar menningar, sjálfa Njálu. Bráðfyndið verk hlaðið list í tali og tónum.

Jólahúnar í félagsheimilinu á Blöndósi

Þriðja …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár