Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Biðla til þingmanna að stöðva frumvarp forsætisráðherra: „Eftir standa smánaðir þolendur“

Rósa Ólöf Ólafíu­dótt­ir seg­ir að til­lög­ur und­ir­bún­ings­hóps vegna frum­varps um sann­girn­is­bæt­ur hafi ver­ið hafð­ar að engu. For­sæt­is­ráð­herra hafi síð­an þakk­að öll­um með nafni, nema þeim sem beitt­ir voru rang­læti á stofn­un­um. Í um­sögn frá Við­ari Eggerts­syni og Árna H. Kristjáns­syni er svip­uð­um sjón­ar­mið­um lýst, en þeir biðla til þing­manna að láta til sín taka í mál­inu.

Biðla til þingmanna að stöðva frumvarp forsætisráðherra: „Eftir standa smánaðir þolendur“
Vill réttlæti Rósa, Viðar og Árni tóku sæti í undirbúningsnefnd en gagnrýna öll nýtt frumvarp forsætisráðherra. Mynd: Golli

Rósa Ólöf Ólafíudóttir skrifaði forsætisráðherra opið bréf fyrir ári síðan, þar sem hún gagnrýndi fyrirliggjandi frumvarp um heildarlög um sanngirnisbætur. Rósu var boðið að taka sæti í undirbúningsnefnd fyrir nýtt frumvarp, sem liggur nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Hún segir hins vegar ekki hafa verið hlustað á eina einustu tillögu sem hún og þeir Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson lögðu fram.  

Unnu að tillögum allt sumarið

„Bjarna Karlssyni var falið af forsætisráðherra að hafa samband við þolendur vegna gagnrýni á fyrra frumvarpið. Hann hafði samband við Árna, Viðar og mig. Við fórum á fund með forsætisráðherra, á fund í forsætisráðuneytinu með lögfræðingi og það voru kallaðir til sérfræðingar. Við hittumst í allt fyrrasumar, frá vori og fram á haust, til þess að vinna að þessu.

Allir fulltrúar nefndarinnar voru launaðir nema við, en við tókum eindreginn þátt og lögðum fram tillögur en ekki …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Já það skánar ekki álitið á Katrínu, hún syndir skriðsund að feigðarósi með þennan flokk sinn allt gert til að þóknast D og B
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Arfleifð Katrínar Jak verður sífellt skelfilegri.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hver hefur verið tilgangur VG liða í íslenskri pólitík ?
    Jú, að þjóna sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum til að eyðileggja íslenskt samfélag.
    Katrín Jakobsdóttir titluð forsætisráðherra . Aumust af þeim öllum !
    4
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Já, hún Katrín.......
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár