Fimm vitringar, höfundar orða og mynda, settust niður nokkrum dögum fyrir jól í jólabókaboði Heimildarinnar, snæddu og drukku, spekúleruðu og spáðu í samtímann og framtíðina, spáðu í mátt orða og mynda, manneskja og véla og muninn þar á milli. Þau veltu fyrir sér hörmungum heimsins í dag og hverju væri um að kenna, vanmættinum sem fylgdi því að fylgjast með og kraftinum í mótspyrnu og möguleikunum í mótmælum. Þau ræddu miskilning á hugtökum eins og slaufun og þöggun og um fólkið sem hefur stolið orðunum af skáldunum og fólkinu og hvernig sé best að ná þeim aftur.
Bragi Páll Sigurðarson höfundur segist vera „of vitlaus til að vera stressaður“ þegar ég spyr hann hvort jólastressið sé farið að láta á sér kræla. „Þetta fer bara einhvern veginn og þetta er alltaf eitthvert bílslys, jólin.“ Rán Flygenring, skáld og myndhöfundur og nýslegin Norðurlandameistari í barnabókmenntum, …
Athugasemdir (2)