Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það þarf að ná orðunum aftur úr ræningjahöndum“

Í Jóla­bóka­boði Heim­ild­ar­inn­ar fara höf­und­arn­ir Krist­ín Óm­ars­dótt­ir, Guð­mund­ur S. Brynj­ólfs­son, Rán Flygenring, Bragi Páll Sig­urðs­son og Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir yf­ir það sem brann hvað helst á þeim á ár­inu. Þau trúa öll enn á mátt sagna og bók­mennta þrátt fyr­ir þær ógn­ir sem hafa steðj­að að sög­um og orð­um á ár­inu.

„Það þarf að ná orðunum aftur úr ræningjahöndum“
Fimm fræknir vitringar Horft til fortíðar og framtíðar. Mynd: b'Hordur Sveinsson'

Fimm vitringar, höfundar orða og mynda, settust niður nokkrum dögum fyrir jól í jólabókaboði Heimildarinnar, snæddu og drukku, spekúleruðu og spáðu í samtímann og framtíðina, spáðu í mátt orða og mynda, manneskja og véla og muninn þar á milli. Þau veltu fyrir sér hörmungum heimsins í dag og hverju væri um að kenna, vanmættinum sem fylgdi því að fylgjast með og kraftinum í mótspyrnu og möguleikunum í mótmælum. Þau ræddu miskilning á hugtökum eins og slaufun og þöggun og um fólkið sem hefur stolið orðunum af skáldunum og fólkinu og hvernig sé best að ná þeim aftur. 

Jólabókaboð HeimildarinnarHeimildin / Davíð Þór

Bragi Páll Sigurðarson höfundur segist vera „of vitlaus til að vera stressaður“ þegar ég spyr hann hvort jólastressið sé farið að láta á sér kræla. „Þetta fer bara einhvern veginn og þetta er alltaf eitthvert bílslys, jólin.“ Rán Flygenring, skáld og myndhöfundur og nýslegin Norðurlandameistari í barnabókmenntum, …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Hef heyrt miklu gáfulegri hluti á bílaverkstæðum og hárgreiðslustofum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár