Sólóferillinn Benna hófst 2003 þegar fyrsta platan kom út. Benni Hemm Hemm var tuttugu og þriggja ára, fæddur 1980. Hann segist ekki muna eftir ákveðnu augnabliki í bernsku þegar tónlist varð öðrum áhugamálum yfirsterkari. „Ég hef oft spáð í þetta, en aldrei fundið byrjunarpunkt,“ segir hann. „Ég virðist ekki hafa haft áhuga á neinu öðru. Byrjaði að læra á píanó þegar ég var lítill og fór þá strax að skrifa frumsamin píanóverk. Ég vildi bara vera Mozart og Beethoven. Svo kom gítarinn og þá fór ég að taka upp Guns ‘N Roses gítarsóló á kassettur. Ég upplifði þetta sem algjörlega aðskilda heima, Mozart hérna megin og Guns ‘N Roses hinum megin. Seinna fattar maður að þetta er sami hluturinn. Guns ‘N Roses og Nirvana eru algjörlega í taugakerfinu á mér og svo kom hljómsveitin Stereolab mjög sterk inn. Ég á margar minningar um mig með vasadiskó og Stereolab í eyrunum.“ …
Það halda Benna Hemm Hemm engin bönd. Músíkin hreinlega fuðrast út með honum, jafnvel nokkrir titlar á ári. Það nýjasta nýtt er platan Í loft upp, sem hann samdi í Aþenu, og þar á eftir kemur Ljósið og ruslið, plata og tónleikasýning sem hann mun halda með hljómsveit og þrjátíu kvenna kór. Dr. Gunni náði í skottið á honum til að fá nýjustu fréttir og fara yfir farinn veg.
Athugasemdir