Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hin mörgu líf Benna Hemm Hemm

Það halda Benna Hemm Hemm eng­in bönd. Mús­ík­in hrein­lega fuðr­ast út með hon­um, jafn­vel nokkr­ir titl­ar á ári. Það nýj­asta nýtt er plat­an Í loft upp, sem hann samdi í Aþenu, og þar á eft­ir kem­ur Ljós­ið og rusl­ið, plata og tón­leika­sýn­ing sem hann mun halda með hljóm­sveit og þrjá­tíu kvenna kór. Dr. Gunni náði í skott­ið á hon­um til að fá nýj­ustu frétt­ir og fara yf­ir far­inn veg.

Sólóferillinn Benna hófst 2003 þegar fyrsta platan kom út. Benni Hemm Hemm var tuttugu og þriggja ára, fæddur 1980. Hann segist ekki muna eftir ákveðnu augnabliki í bernsku þegar tónlist varð öðrum áhugamálum yfirsterkari. „Ég hef oft spáð í þetta, en aldrei fundið byrjunarpunkt,“ segir hann. „Ég virðist ekki hafa haft áhuga á neinu öðru. Byrjaði að læra á píanó þegar ég var lítill og fór þá strax að skrifa frumsamin píanóverk. Ég vildi bara vera Mozart og Beethoven. Svo kom gítarinn og þá fór ég að taka upp Guns ‘N Roses gítarsóló á kassettur. Ég upplifði þetta sem algjörlega aðskilda heima, Mozart hérna megin og Guns ‘N Roses hinum megin. Seinna fattar maður að þetta er sami hluturinn. Guns ‘N Roses og Nirvana eru algjörlega í taugakerfinu á mér og svo kom hljómsveitin Stereolab mjög sterk inn. Ég á margar minningar um mig með vasadiskó og Stereolab í eyrunum.“ …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár