Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að RÚV muni taka þátt í Eurovison. FTT, stjórn Félags tónskálda og textahöfunda, skorar á útvarpsstjóra að vera ekki með í keppninni nema Ísrael verði meinuð þátttaka.
Ólafur Páll Gunnarsson, þjóðþekktur starfsmaður RÚV, er meðal þeirra sem mótmælt hafa að RÚV taki þátt í keppninni með Ísrael. Hann skrifaði yfirlýsingu þess efnis á Facebook. En hann er fyrst og fremst dæmi um almennan borgara sem hlýddi samvisku sinni, meðvitaður um að það er afstaða að gera ekkert. Að hin venjulega manneskja getur verið sek – ef hún gerir ekkert, eins og Anna Frank skrifaði.
Ólafur Páll, betur þekktur sem Óli Palli, hefur lengi fylgt RÚV. Árið 1991 hóf hann að vinna í sumarafleysingum á tæknideildinni. Sem hljóðmaður, útsendingarmaður á Rás 1. Svo byrjaði hann með lítinn þátt sem hét Vinsældalisti götunnar. Síðan leiddi eitt …
Athugasemdir (1)