Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segist verða fyrir vonbrigðum með að heyra að sú „klisja sé enn í gangi“ að stofnunin sé gamaldags, en Heimildin settist niður með henni og Bryndísi Friðriksdóttur, svæðisstjóra höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, til að ræða málefni samgöngusáttmálans og gefa þeim færi á að bregðast við gagnrýni á Vegagerðina sem fram kom í samtölum Heimildarinnar við fólk sem þekkir til vinnslu þeirra verkefna sem eru nú í farvatninu á höfuðborgarsvæðinu.
Bergþóra segist ekki upplifa einhverskonar frekjukarla- eða besservisserakúltúr hjá Vegagerðinni, né heldur að stofnunin eigi erfitt með að fóta sig í borgarumhverfinu, en hún hefur verið forstjóri frá árinu 2018. Bendir hún á að síðan þá hafi nýir framkvæmdastjórar komið inn í allar stöður hjá stofnuninni og á sama tíma hafi algjör endurnýjun orðið í yfirstjórninni, fyrir utan að yfirlögfræðingurinn sitji þar enn. Til viðbótar hafi um 40 prósent endurnýjun orðið í starfsmannahópnum á sama tíma.
„Við höfum …
Athugasemdir