Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nýjasta fjöðrin í hattinn útí rassgati

Björn Teits­son, M.Sc. í borg­ar­fræð­um, brá sér í nýju Bónusversl­un­ina í Garða­bæ og rýndi pæl­andi í ásýnd henn­ar, arki­tekt­úr og til­urð. Arki­tekt­úr nýju Bón­us­búð­ar­inn­ar er að mati hans ein­kenn­andi fyr­ir svo­kall­aða „Big Box“-versl­un.

Nýjasta fjöðrin í hattinn útí rassgati
Fegurð Fallegt sólarlag minnir á ógleymanleg ljóð Andra Snæs Magnasonar úr bókinni Bónusljóð.

Nýjasta útibú verslanakeðjunnar Bónuss opnaði fyrir skemmstu í Miðhrauni í Garðabæ. Nokkra athygli vakti við tilkynningu þar um, að verslunin væri „lýst upp með LED ljósum sem dregur úr raforkunotkun auk þess sem að flestar hillurnar eru annaðhvort smíðaðar hér á landi eða endurnýttar úr öðrum verslunum Bónuss.“ Í sömu tilkynningu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri: „Bónus er ávallt með umhverfið í öndvegi og reynum við að skilja sem minnst umhverfisfótspor eftir okkur.“ Hér má taka fram, að ef miðað er við Umhverfisverðlaun atvinnulífsins, sem verðlaunaði árið 2022 bílrúðuplástur sem „umhverfisframtak ársins“, þá ættu þessi Bónus-verðlaun sjálfsagt tilkall til þeirra verðlauna. Fögnum því sem vel er gert.

Hvatt til mikils aksturs viðskiptavina

Arkitektúr verslunarinnar einkennist af því sem kallað er „Big Box“-verslun, fyrirbæri sem þróaðist fyrst í Bandaríkjunum og þá í Vestur-Evrópu á eftirstríðsárunum. Það sem einkennir slík mannvirki er að þau eru einföld í uppsetningu, léttir veggir utan á burðarbitum, …

Kjósa
74
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Trixið er náttúrulega að girða stórverslanirnar vel og dyggilega af með umferðarslaufum og mannfjandsamlegum farartálmum, passa uppá að almenningssamgöngur komi þar hvergi nálægt; og á sama tíma að þrengja að hverfisverslunum og fjarlægja aðkomu og stæði fyrir vöruafhendingu og þessháttar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár