Nýjasta útibú verslanakeðjunnar Bónuss opnaði fyrir skemmstu í Miðhrauni í Garðabæ. Nokkra athygli vakti við tilkynningu þar um, að verslunin væri „lýst upp með LED ljósum sem dregur úr raforkunotkun auk þess sem að flestar hillurnar eru annaðhvort smíðaðar hér á landi eða endurnýttar úr öðrum verslunum Bónuss.“ Í sömu tilkynningu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri: „Bónus er ávallt með umhverfið í öndvegi og reynum við að skilja sem minnst umhverfisfótspor eftir okkur.“ Hér má taka fram, að ef miðað er við Umhverfisverðlaun atvinnulífsins, sem verðlaunaði árið 2022 bílrúðuplástur sem „umhverfisframtak ársins“, þá ættu þessi Bónus-verðlaun sjálfsagt tilkall til þeirra verðlauna. Fögnum því sem vel er gert.
Hvatt til mikils aksturs viðskiptavina
Arkitektúr verslunarinnar einkennist af því sem kallað er „Big Box“-verslun, fyrirbæri sem þróaðist fyrst í Bandaríkjunum og þá í Vestur-Evrópu á eftirstríðsárunum. Það sem einkennir slík mannvirki er að þau eru einföld í uppsetningu, léttir veggir utan á burðarbitum, …
Athugasemdir (1)