Skömmin fór með fjölskyldulífið
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Skömmin fór með fjölskyldulífið

Sig­ríð­ur Pét­urs­dótt­ir er dótt­ir, móð­ir og fyrr­ver­andi maki ein­stak­linga sem hafa þjáðst af geð­hvarfa­sýki. Eft­ir að hafa lif­að með geðrösk­un­um alla tíð vill hún út­rýma for­dóm­um. Skömm­in get­ur nefni­lega ver­ið lífs­hættu­leg og hindr­að fólk í að sækja sér nauð­syn­lega hjálp, eins og þeg­ar barns­fað­ir henn­ar valdi frek­ar skiln­að en að­stoð. Með rétt­um lyfj­um og stuðn­ingi er samt vel hægt að lifa góðu lífi.

Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hefur átt heldur óvenjulegt lífshlaup, enda alin upp af konu sem ýmist var uppfull af fjöri eða lá í rúminu. Sveiflurnar sem einkenndu heimilislífið voru í raun geðhvarfasýki, en sem barn hafði hún engan skilning á veikindum móður sinnar. 

Síðar átti hún eftir að taka saman við mann og fór fljótlega að gruna að allt væri ekki með felldu, þótt hann afneitaði því sjálfur og tókst á við hnefanum þar til hann missti allt frá sér. Sonur þeirra greindist síðan með sama sjúkdóm og faðir hans og amma. Sigríður rekur hér sögu þeirra, en hún á sér engan draum heitari en að útrýma skömminni, sem hefur verið helsta hindrunin þegar kemur að því að leita sér hjálpar, fá lyf og lifa góðu lífi. 

Móðirin

„Ég fæddist rétt utan við Húsavík í litlu húsi sem hét Skógargerði, sem er löngu búið að rífa en það endaði sem bréfdúfnakofi …

Kjósa
119
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bára Halldórsdóttir skrifaði
    Takk innilega. Þessi grein er hreinn sannleikur og ætti að vera skyldulesning.
    1
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Takk fyrir að deila sögu þinni Sigríður. Fordómar eru hræðsla við eitthvað sem við skiljum ekki, óttumst, getum ekki stjórnað og forðumst því að horfast í augu við. Þess vegna skiptir máli að segja frá, útskýra og gefa innsýn, eins og þú gerir svo fallega.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Aðstandendur fólks með geðrænar áskoranir

Lítil stelpa að reyna að bjarga mömmu sinni
ViðtalAðstandendur fólks með geðrænar áskoranir

Lít­il stelpa að reyna að bjarga mömmu sinni

Emma Lind Þórs­dótt­ir var sjö ára þeg­ar sjúkra­bíll var kall­að­ur að heim­il­inu og móð­ir henn­ar var flutt á geð­deild. Seinna heyrði hún sann­leik­ann um sjálf­sk­aða móð­ur sinn­ar. Móð­ir henn­ar hef­ur náð bata, en Emma Lind glím­ir við af­leið­ing­ar fá­tækt­ar og ör­ygg­is­leys­is, tví­tug stelpa sem er stað­ráð­in í að skapa sér betra líf. Verst er að stund­um virð­ist kerf­ið frek­ar vinna gegn henni en með, seg­ir hún.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár