Eftir tvo mánuði verða þrjú ár liðin frá því að frumdrög að fyrsta áfanga Borgarlínu voru kynnt með nokkurri viðhöfn af hálfu Vegagerðarinnar og opinbera hlutafélagsins Betri samgangna, sem heldur utan um framkvæmdir við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var með enn meiri viðhöfn árið 2019.
Þegar sáttmálinn var undirritaður voru verklok við meginhluta fyrsta áfanga Borgarlínu áætluð á þessu ári. Það var gríðarlega óraunhæft. Í dag er staðan sú að ekki er búið að leggja einn einasta metra af sérakreinum Borgarlínu og enn á eftir að byggja heila brú á milli Kópavogs og Reykjavíkur til þess að fyrsti áfangi verkefnisins geti orðið að veruleika, að ógleymdum Sæbrautarstokki sem er nauðsynleg forsenda þess að vagnar Borgarlínu geti ekið frá Suðurlandsbraut að Ártúnshöfða. Til viðbótar þarf svo að brúa Elliðaárvoginn.
Staða ríkis og sveitarfélaga til þess að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir hefur þrengst nokkuð með vaxtahækkunum undanfarinna missera og nú stendur yfir …
Athugasemdir