Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Grindavík! – Alþjóðlegur menningarbær í jarðhræringum

Hvernig er menn­ing­in í Grinda­vík? Hvernig hef­ur hún byggst upp og þró­ast? Í ljós kem­ur að í þess­um þriðja stærsta út­gerð­ar­bæ lands­ins leyn­ist marg­brot­in menn­ing, saga og fjöl­menn­ing – þeg­ar rætt er við þá sem til þekkja.

Grindavík!  – Alþjóðlegur menningarbær í jarðhræringum
Menningarbær Grindavík er útgerðarbær og alþjóðlegur menningarbær. Þar blómstrar fjölmenning og jafnframt öflugt lista- og íþróttalíf. Þegar hamfarir hrekja íbúa úr bænum sínum hjálpar menning samheldni og sögu þeim. Mynd: Heimildin / Golli

Sýnt er að menning og afþreying haldi fólki á stöðum, þar sem menningin er rík er mannlífið lifandi. Þegar tilverugrundvöllur bæjar, lands eða borgar er í hættu, hvort sem er vegna stríðs eða náttúruhamfara, þá er mikilvægt að muna að staður lifir í menningu íbúanna.

 List, íþróttir og fjölmenning

Fyrst vorum við með Saltfiskssetur, húsið var aðsetur fyrir Saltfiskssetrið, fyrsta húsið sem var byggt undir safn á Íslandi, að mig minnir árið 2003, segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, sem stýrir menningarhúsinu Kvikunni en hún hefur átt stóran þátt í að byggja starfsemina þar upp. Ólöf Helga hefur jafnframt verið þjálfari meistaflokks kvenna í körfubolta í Grindavík og sér gott færi í að samtvinna listir og íþróttir í menningu bæjarins.

Ég kem inn þarna árið 2018 sem sumarstarfsmaður, nýkomin úr fæðingarorlofi og nýflutt heim frá Los Angeles, þar sem ég hafði verið í fatahönnunarnámi,“ útskýrir Ólöf Helga sem …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár