Alvotech tapaði 275,2 milljónum Bandaríkjadala, eða um 38 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Inni í þeirri tölu er þó skattalegt tap upp á 9,3 milljarða króna sem félagið færir sem tekjur í ársreikningi sínum. Rekstrartap Alvotech frá áramótum og út septembermánuð var 342,3 milljón Bandaríkjadala, eða 47,2 milljarðar króna. Rekstrartapið á þriðja ársfjórðungi var gríðarlegt, eða 153,2 milljónir Bandaríkjadala. Það þýðir að Alvotech tapaði 21,1 milljarði króna á þremur mánuðum, eða um 230 milljónir króna á dag frá byrjun júlímánaðar og út september.
Tapið er í andstöðu við það sem Alvotech boðaði í lok síðasta árs, þegar félagið færði sig yfir á aðalmarkað Kauphallar Íslands. Þá tók markaðsvirði þess risastökk upp á við með þeim afleiðingum að Alvotech varð verðmætasta skráða félagið á Íslandi þrátt fyrir að hafa tapað um 70 milljörðum króna árið 2022 og 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. …
Athugasemdir (1)