Ríta Kristín Ásmundsdóttir, fyrrverandi flugfreyja hjá Icelandair, segist ítrekað hafa veikst alvarlega við störf sín fyrir félagið. Veikindin teygja sig yfir um áratug og urðu að lokum svo slæm að Ríta fór í veikindaleyfi sem hún sneri ekki aftur til starfa úr.
Mál Rítu er eitt af nokkrum veikindamálum áhafnarmeðlima Icelandair – nokkurra flugfreyja, eins flugþjóns og eins flugmanns – sem er undir í þemarannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA).
Málin í þeirri rannsókn teygja sig frá árinu 2011 og fram til ársins 2020. Lokadrög þemarannsóknarinnar voru send til umsagnar í janúar árið 2022 en málið var fært aftur í rannsókn ári síðar vegna verulegs magns af óskilgreindum „viðbótarupplýsingum“ sem bárust nefndinni, meðal annars frá Icelandair og flugvélaframleiðandanum Boeing. Málið er því enn á rannsóknarstigi og er ekki í forgangi, að sögn Ragnars Guðmundssonar – rannsakanda á flugsviði RNSA. Rannsóknir á banaslysum sem áttu sér stað í fyrra og á þessu ári …
Athugasemdir