Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Veikar flugfreyjur „kennitölur á blaði“ hjá Icelandair

Fyrr­ver­andi flug­freyj­ur hjá Icelanda­ir gagn­rýna fé­lag­ið fyr­ir að hafa ekki tek­ið á veik­ind­um þeirra í flugi með við­eig­andi hætti. Rann­sókn á veik­ind­un­um, sem hafa gert sum­ar kvenn­anna óvinnu­fær­ar, hef­ur dreg­ist á lang­inn og er hún ekki í for­gangi hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa.

Ríta Kristín Ásmundsdóttir, fyrrverandi flugfreyja hjá Icelandair, segist ítrekað hafa veikst alvarlega við störf sín fyrir félagið. Veikindin teygja sig yfir um áratug og urðu að lokum svo slæm að Ríta fór í veikindaleyfi sem hún sneri ekki aftur til starfa úr.

Mál Rítu er eitt af nokkrum veikindamálum áhafnarmeðlima Icelandair – nokkurra flugfreyja, eins flugþjóns og eins flugmanns – sem er undir í þemarannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA).

Málin í þeirri rannsókn teygja sig frá árinu 2011 og fram til ársins 2020. Lokadrög þemarannsóknarinnar voru send til umsagnar í janúar árið 2022 en málið var fært aftur í rannsókn ári síðar vegna verulegs magns af óskilgreindum „viðbótarupplýsingum“ sem bárust nefndinni, meðal annars frá Icelandair og flugvélaframleiðandanum Boeing. Málið er því enn á rannsóknarstigi og er ekki í forgangi, að sögn Ragnars Guðmundssonar – rannsakanda á flugsviði RNSA. Rannsóknir á banaslysum sem áttu sér stað í fyrra og á þessu ári …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár