Gyrðir Elíasson stendur á tímamótum. Hann á fjörutíu ára höfundarafmæli um þessar mundir og undanfarið hefur myndlist átt hug hans að mestu. „Ég ólst upp við myndlist, einsog ég hef víst oft sagt áður. Pabbi var málari og bróðir minn einnig og ég hef verið að færa mig meira inn á þeirra svið núna. Sérstaklega eftir að ég veiktist alvarlega af þunglyndi, um það bil sem þessar nýju ljóðabækur voru að verða til.“
Til stóð að halda sýningu á myndverkum hans í haust, en það frestaðist af óviðráðanlegum ástæðum. Hann segir að í sínum huga sé myndgerðin einsog næsti bær við yrkingar, hann geri ekki mikinn greinarmun á myndlist og ljóðum. Þetta sé sami andinn, og hann hafi hvort sem er alltaf lagt sig að hluta til eftir því að segja í skáldskap sínum það sem í raun og veru sé torvelt að koma orðum yfir. „Við lifum í …
Athugasemdir (2)