Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra 10. október síðastliðinn þá sagði hann meðal annars, í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans og var að uppistöðu sú ræða sem hann flutti á blaðamannafundi um morguninn, eftirfarandi: „Ég tel að margt í niðurstöðu umboðsmanns orki tvímælis og sé í andstöðu við það sem ég hef áður fengið ráðleggingar um.“
Afsögnin kom í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis þess efnis að Bjarni hafi verið vanhæfur til að samþykkja sölu á hlut ríkisins í bankanum til félagsins Hafsilfurs, sem er í eigu föður hans. Bjarni tók skömmu síðar við embætti utanríkisráðherra og varaformaður flokks hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, settist í fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Heimildin óskaði eftir því þann 23. október að fá frekari skýringar á þeim ráðleggingum sem Bjarni vísaði til í afsagnarræðu sinni og sendi fyrirspurn þess efnis á fjármála- og efnahagsráðuneytið. Þar var einnig óskað eftir …
Athugasemdir