Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Heppilegra ef það væri golfvöllur en ekki byggð í sigdældinni

„Ég hefði vilj­að sjá að það væri golf­völl­ur þarna en ekki byggð,“ seg­ir jarð­fræð­ing­ur um svæð­ið í Grinda­vík sem nú hef­ur sig­ið um rúm­an metra. Þóra Björg Andrés­dótt­ir seg­ir að stund­um sé eins og þekkt­ar sprung­ur hrein­lega gleym­ist þeg­ar svæð­um hef­ur ver­ið rask­að af hendi manna. Áhætta vegna jarð­hrær­inga rati því ekki inn í skipu­lags­áætlan­ir.

Heppilegra ef það væri golfvöllur en ekki byggð í sigdældinni

Þóra Björg Andrésdóttir jarðfræðingur skráði sig í nám í skipulagsfræði eftir að hún lauk jarðfræðinámi fyrir nokkrum árum, sökum þess að hún var hugsi yfir því að áhætta vegna jarðhræringa væri ekki tekin með í reikninginn varðandi skipulagsáform á landsvísu. 

Meistaraverkefni Þóru Bjargar í jarðfræðinni laut einmitt að gerð hættumats á Reykjanesskaganum með tilliti til eldsumbrota. Hún segir við Heimildina að þegar hún var að ljúka verkinu árið 2018 hafi auðvitað enginn trúað því að það væri að fara að gjósa á næstunni. 

Síðan þá hefur eldur komið upp í þrígang og nú kraumar á ný undir niðri og ógnar byggðinni í Grindavík og mikilvægum innviðum svæðisins. Jarðskjálftar og jarðsig hafa þegar valdið miklu tjóni í Grindavíkurbæ.

Rask manna þurrki út skrásettar sprungur

Þóra Björg, sem kláraði hálft skipulagsfræðinámið en fór svo til starfa sem jarðfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands, segist oft hafa verið hugsi yfir því hvernig Íslendingar hafi á …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár