Heppilegra ef það væri golfvöllur en ekki byggð í sigdældinni

„Ég hefði vilj­að sjá að það væri golf­völl­ur þarna en ekki byggð,“ seg­ir jarð­fræð­ing­ur um svæð­ið í Grinda­vík sem nú hef­ur sig­ið um rúm­an metra. Þóra Björg Andrés­dótt­ir seg­ir að stund­um sé eins og þekkt­ar sprung­ur hrein­lega gleym­ist þeg­ar svæð­um hef­ur ver­ið rask­að af hendi manna. Áhætta vegna jarð­hrær­inga rati því ekki inn í skipu­lags­áætlan­ir.

Heppilegra ef það væri golfvöllur en ekki byggð í sigdældinni

Þóra Björg Andrésdóttir jarðfræðingur skráði sig í nám í skipulagsfræði eftir að hún lauk jarðfræðinámi fyrir nokkrum árum, sökum þess að hún var hugsi yfir því að áhætta vegna jarðhræringa væri ekki tekin með í reikninginn varðandi skipulagsáform á landsvísu. 

Meistaraverkefni Þóru Bjargar í jarðfræðinni laut einmitt að gerð hættumats á Reykjanesskaganum með tilliti til eldsumbrota. Hún segir við Heimildina að þegar hún var að ljúka verkinu árið 2018 hafi auðvitað enginn trúað því að það væri að fara að gjósa á næstunni. 

Síðan þá hefur eldur komið upp í þrígang og nú kraumar á ný undir niðri og ógnar byggðinni í Grindavík og mikilvægum innviðum svæðisins. Jarðskjálftar og jarðsig hafa þegar valdið miklu tjóni í Grindavíkurbæ.

Rask manna þurrki út skrásettar sprungur

Þóra Björg, sem kláraði hálft skipulagsfræðinámið en fór svo til starfa sem jarðfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands, segist oft hafa verið hugsi yfir því hvernig Íslendingar hafi á …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.
Eðlismunur á atburðum í Grindavík og fyrra skjálftatjóni
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Eðl­is­mun­ur á at­burð­um í Grinda­vík og fyrra skjálfta­tjóni

Að hús séu byggð á sprung­um hér­lend­is er ekk­ert eins­dæmi, seg­ir pró­fess­or í bygg­ing­ar­verk­fræði, og bend­ir á að í gólf­inu á bóka­safn­inu í Hvera­gerði sé hægt að virða fyr­ir sér sprungu sem ligg­ur þvert í gegn­um hús­ið. Það er hins veg­ar eins­dæmi að sprunga opn­ist und­ir mörg­um hús­um, eins og gerst hef­ur í Grinda­vík. Bruna­bóta­mat eigna í Grinda­vík er hærra en fast­eigna­mat.
Þekking eflir samfélagið
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Þekk­ing efl­ir sam­fé­lag­ið

Sam­fé­lagsum­ræða um hvert hlut­verk sér­fræð­inga sé þeg­ar kem­ur að því að miðla þekk­ingu fór af stað eft­ir að jarð­hrær­ing­ar við Grinda­vík urðu öfl­ugri. Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir það hlut­verk sér­fræð­inga að taka til máls. Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir gagn­rýna hugs­un lyk­il­inn að há­skóla­starfi og þekk­ing­ar­sköp­un.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár