Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kýpur hunsar ódæðisverk Rússa og þvingunaraðgerðir Vesturlanda til að skýla auðæfum ólígarka

Rann­sókn­in Leynd­ar­mál Kýp­ur, leidd af al­þjóð­leg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaða­manna ICIJ, af­hjúp­ar hvernig Kýp­ur hef­ur knú­ið pen­inga­vél stjórn­valda í Kreml með því að flytja fjár­magn fyr­ir auð­kýf­inga, harð­stjóra og glæpa­menn, þar með tal­ið eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.

Eyjan Kýpur í Miðjarðarhafinu hefur lengi verið á landfræðilegum og stjórnmálalegum krossgötum, hnoss sem keppst hefur verið um af heimsveldum og samkomustaður þjóða, trúarbragða — og fjármagns.

Undravert flóð af erlendu fjármagni, rússneskt að mestu leyti til, hefur flætt til eyjarinnar áratugum saman og þannig fært fáum útvöldum mikinn auð en skilið Kýpur eftir með misjafnan orðstír sem skuggalega fjármálamiðstöð.

Nú hefur rannsókn í samstarfsverkefni alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ), Paper Trail Media og 67 annarra fjölmiðla varpað ljósi á það hvernig Kýpur, eyja sem liggur við austurbotn Miðjarðarhafsins nálægt Tyrklandi, Sýrlandi og Líbanon, hefur leikið ennþá stærra hlutverk en var þó áður þekkt í að flytja óhreint fé fyrir einræðisstjórn forseta Rússlands Vladimír Pútín og aðra hrottalega einræðisherra og and-lýðræðislega aðila.

Þar á meðal: Grimmúðlegir leiðtogar Sýrlands, en ríkisrekið olíufyrirtæki þeirra leitaði undankomuleiðar frá viðskiptabanni Bandaríkjanna með því að nota millilið á eyjunni til að dylja kaupbeiðnir til olíubúnaðarbirgis í …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Nú þarf ERO bandalagið að losa sig við Kýpur
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Hraðsoðin þýðing sem er þó ekki þýðing heldur skilningsfirrt orðasúpa með ensku orðalagi. Eins og Helgi Hauksson bendir á hér í athugasemdum, skilst orðið Kreml á íslensku, en greinin notar frekar enska oðið kremlin. Með svo slappan málskilning gefur auga leið að skilningurinn á þessu máli sé hugsanlega einnig slappur.
    -1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er vont þegar maður sér ekki innihaldið fyrir stöfunum. Í athugasemdunum er pælt í hvort ekki sé það sama í gangi hér heima, því við landar erum svolítið gjarnir á að halda öðru fram, jú svo sannarlega, að því tilefni hrannast upp óendanleg dæmi án þess að nokkuð sé gert svo heita megi því við stjórnvölinn sitja hagsmunaaðilar engin hagsmuna og/eða stöðu.
    1
  • Jack Fransis skrifaði
    Íslenskir ólígarkar nota einnig aflandsfjármálamiðstöðvar eins Og Kýpur. Af hverju skrifarðu ekki um það?
    2
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Þeir hafa ekki tímann, getuna, tengslin né þekkinguna. Erlendir ICIJ osf og íslenskir fjölmiðlar eru nær alfarið háðir lekum whistleblowers.

      Hugsaðu út í það... enginn vissi hvaðan Dekhill kom fyrr en einum tenglinum mínum ofbauð og sendi mér skráningarskjölin með beiðni um að framsenda það til Bryndísar. Tók 40 tíma og kostnaðurinn var innan 500 dollarar.

      Þetta er allt frekar auðfundið... en það þarf vilja, nennu og umfram allt hætta hrokanum um að menn viti shit um þetta því íslenskir og erlendir tærir snillingar eru viðvaningar upp til hópa.

      Samkeppniseftirlitið getur kortlagt eigna og áhrifatengsl innanlands... en ekki glætan þeir geti það erlendis... því kollegar þeirra erlendis eru sömu bureokratítsku besservisserarnir og flestir "bjargvættir".

      Þetta er ekki spurning um magn gagna... heldur gæði... og hvort tekst að fá kerfin til að taka á vandanum .... sem þau gera aldrei... því íslensk stjórnvöld líkt og Skandinavísk og önnur styðja þessa leynd.

      Eins og hún sagði dóttir Mossa í M & F...... "vandamálið er ekki hérna í Panama... það er heima hjá ykkur".

      Kerfisgallar og sjálfsblekkingar.

      Stóri brandarinn er að skúffurnar eru í "aflandslöndum"..... en peningurinn út í næsta banka. So much fyrir peningarþvættisvarnirnar.
      4
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Synd að Heimildin með alla þessa súperhæfu og ritfæru blaðamenn skuli láta frá sér þessa þýðingu án þess að íslenska textann í raun og veru. Enginn blaðamannanna myndi skrifa svona texta á íslensku.

    Án þess að eltast við óendanlega fjölda dæma um undarlega og ranga íslenskun textans, óþarflega löng orð og klúðurslega endursögn af margvíslegum rótum, m.a. vegna þekkingarleysis þýðanda, þá finnst mér botninum náð þegar 6 sinnum enska orðið „Kremlin“ er ekki þýtt á íslensku sem „Kreml“ eins og jafnvel „Goggle Translate“ veit að á að þýða það, og eins og það er líka þýtt á dönsku, norsku, sænsku, þýsku og önnur germönskum mál, heldur bara sett „Kremlin“, óbreytt úr enskunni.

    Semsagt að þýðandinn veit ekki hvað „Kreml“ er. Hvað veit hann þá um málefni Rússlands og Evrópu? Og hvernig á hann án grundvallar þekkingar að geta endursagt á íslensku svo yfirgripsmikla og efnismikla grein um efnið sem þessi augljóslega er?
    2
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Ég tek heilshugar undir þessa athugasemd. Umfjöllunarefnið er flókið og verður enn erfiðara að halda þræði þegar þýðingin er svona bágborin.
      1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Takk fyrir áhugaverða grein. Fyrir þá sem hafa áhuga á heimsmálum og sérstaklega málefnum austur Evrópu eins og ég hef þá er alltaf gaman að finna efni á Íslensku. Finnst ekki einhverjum fleiri að margt í þessari frásögn minni svolítið á hvernig hlutir voru hér fyrir hrun? Og kannski líka eitthvað eftir það. Boris Berezovsky sagði í viðtali á Sky news í janúar 2009 að Ísland hefði verið þvottavél fyrir peninga á leið til Bretlands, maður tók það ekki fullkomlega alvarlega á þeim tíma, en kannski hefði maður einmitt átt að gera það.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leyndarmál Kýpur

Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur­fé­lag Lovísu sem tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir fjár­festi í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um

Sama fé­lag og tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir Lovísu Maríu Gunn­ars­dótt­ur, eig­in­konu Magnús­ar Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, slóst í hóp með Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra, og Annie Mist Þór­is­dótt­ur Cross­fit-stjörnu og keypti ráð­andi hlut í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár