Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bjargaði dýrunum í gær, vonast til að ná jólakjötinu fyrir fólkið sitt í dag

Dýr­in í Grinda­vík eru Guð­mundi Sig­urðs­syni efst í huga. Hann komst inn í bæ­inn í gær og bjarg­aði fjár­stofni sín­um í ör­uggt skjól, til Kefla­vík­ur. Í dag von­ast hann til að bjarga verð­mæt­um, ekki síst jóla­hangi­kjöt­inu sem hann hef­ur ver­ið að reykja fyr­ir allt sitt fólk. „Manni líð­ur ekki nógu vel, á með­an það er ekki bú­ið að ná öll­um dýr­un­um,“ seg­ir Guð­mund­ur við Heim­ild­ina.

Bjargaði dýrunum í gær, vonast til að ná jólakjötinu fyrir fólkið sitt í dag
Við fjárhúsin Guðmundur Sigurðsson er fyrrverandi sjómaður í Grindavík. Mynd tekin 3. nóvember, fyrir utan fjárhúsin hans í útjaðri Grindavíkurbæjar. Hann kom fjárstofninum í skjól í gær. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Grindvíkingnum Guðmundi Sigurðssyni er létt, eftir að hann náði að halda heim í gær og bjarga flestum dýrunum sínum og fleirum til, í öruggt skjól. „Ég hef það mjög gott, eftir að ég náði skepnunum í burtu í gær. Fékk að fara inn á svæðið og taka bæði kindur og hænur og annað,“ segir Guðmundur, spurður um líðan sína, í samtali við Heimildina. 

Reyndar segist Guðmundur sama og ekkert hafa sofið um helgina, eða frá því að hann og kona hans rýmdu heimilið við Vesturbraut á föstudagskvöld, í kjölfar jarðskjálftahrinu sem Guðmundur lýsir sem hrikalegri. „Það var ekki líft inni í húsinu. Það lá við að maður hentist á milli veggja,“ segir hann.

Sprunga í túninu

Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar hittu Guðmund á ferð sinni um Grindavík fyrir tíu dögum, föstudaginn 3. nóvember. Þá sagði Guðmundur að hann hefði verið að sturta möl í stærðarinnar holur sem höfðu myndast í …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár